Meistarinn Vettel vill vinna á heimavelli 22. júlí 2011 08:40 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastain Vettel hjá Red Bull er með forystu í stigamóti ökumanna og keppir á í þýska kappakstrinum Nürburgring brautinni í Þýskalandi um helgina, en tvær æfingar fara fram í dag á brautinni. Vettel er með 80 stiga forskot á liðsfélaga sinn Mark Webber. „Eitt af markmiðum allra Formúlu 1 ökumanna er að vinna á heimavelli. Auðvitað gefur maður alltaf 100% í hlutina, en það er alltaf auka hvatning að vera á heimavelli", sagði Vettel í fréttatilkynningu fré Red Bull um keppni helgarinnar, en ýmist er keppt á Hockenheim brautinni eða Nürburgring í þýska kappakstrinum, en mótshald er annað hvert ár á Nürburgring. „Nürburgring er ein af betri brautunum og nútímaleg. Ég kann sérlega vel við kaflann frá Ford beygjunni að langri 180 gráðu beygju til hægri í dalnum. Þá er Warsteiner beygjan erfið og líka kröpp hægri beygja fyrir hana. Besti staðurinn til framúraksturs er NGK beygjan, sem er vandasöm vinstri-hægri beygja. „Þar er hægt að fara framúr með því að bremsa seint og niður í 100 km hraða. Það hljómar auðvelt, en er það ekki. Maður verður að halda sig frá köntunum, annars komast menn framúr þér aftur. Hæðirnar í Eifel héraðinu er sérstakar og veðrið getur breyst með leifturhraða, eins og um eldingu væri að ræða", sagði Vettel.Sjá brauarlýsingu frá Nürburgring
Formúla Íþróttir Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira