Heidfeld stóð ógn af eldinum 2. ágúst 2011 12:58 Eldur kviknaði í bíl Nick Heidfeld í kappakstrinum i Ungverjalandi á sunnudaginn. AP mynd Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum. Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum. Eldurinn kviknaði um borð í bílnum eftir þjónustuhlé og Heidfeld vonaðist eftir því að eldurinn myndi slokkna þegar hann var kominn á ferð, en hann magnaðist hins vegar. Heidfeld varð að leggja bílnum og stökkva frá borði, en hann meiddist ekkert. Ökumenn í Formúlu 1 eru klæddir sérstökum eldtefjandi keppnisgöllum. Eldur kviknaði líka í bíl Heidfeld í spænska kappakstrinum á dögunum. „Þessi eldur var mun ógnvænlegri. Í Barcelona leit ég til vinstri, sá lítilsháttar eld og hafði tíma til að stöðva. Ég sá eldinn núna og það hitnaði undir öllu og ég fann fyrir hitanum. Þetta var ógnvekjandi og verra en í Barcelona", sagði Heidfeld í frétt á autosport.com Renault liðið ætlaði að skoða eftir keppnina hvað olli því að kviknaði í bílnum eftir hlé. Þjónustuhléið á undan var lengra en til stóð, en Renault bílarnir eru með aðra útfærslu á útblásturskerfi bíla sinna. Það liggur framávið, en ekki afturúr bílnum. Það er gert til að heitt loft fara undir bílinn aftanverðan og miðlist um loftdreifinn undir bílnum.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Dagskráin: Undanúrslit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira