Horner: Vettel hungraður í sigur 15. ágúst 2011 14:20 Sebastian Vettel á Red Bull er með bestan árangur í mótum ársins í Formúlu 1. Hann hefur þó ekki unnið þrjú síðustu mót. Mynd: Getty Images/Lars Baron/Red Bull Racing Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull. Formúlu 1 ökumenn eru í sumarfríi þessa dagana, en næst verður keppt um aðra helgi á Spa brautinni í Belgíu. „Hann er aðdáunarverður þegar það er álag á honum og kemur mér sífellt á óvart þegar álagið er mikið", sagði Horner um Vettel í frétt á autosport.com. Vettel hefur náð stigum í öllum 11 mótum ársins á árinu og lakasti árangur hans er fjórða sæti í þýska kappakstrinum í liðnum mánuði, en annars hefur hann ætið komist á verðlaunapall í mótum. „Hann (Vettel) varð fjórði í Þýskalandi, en ef skoðaður er árangur keppinauta hans, þá hefur þeim gengið mun verr þegar verst gekk. Hann hefur náð sex sigrum, tvisvar verið öðru sæti og svo fjórða. Það er ekki slæmt og hann hefur getað unnið þrjú mót til viðbótar." „Hann (Vettel) tapaði í síðasta hring í Kanada og tapaði í Kína í lokin og á Silverstone var hann í forystu þar til tjakkur bilaði (í þjónustuhléi). Eina mótið sem hann leiddi ekki var á Nürburgring og það er í sjálfu sér merkileg tölfræði. Vettel hefur verið spurður á því reglulega á mótshelgum hvort hann ætli að slaka á klónni í ljósi stigaforystunnar, en hann getur landað titlinum þó hann nái bara þriðja sæti í þeim átta mótum sem eftir eru. En Vettel vill stefna á toppárangur í hverri keppni. „Þannig mætir hann í hverja keppni. Hann verður að sækja. Hann er hungraður í sigur", sagði Horner um málið. „Hann er nógu skynsamur til að vita að þegar hann getur ekki unnið, þá þarf hann að ná í stig. En markmið hans er að vinna öll mót sem hann tekur þátt í", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira