Golf

Frábært afrek hjá Ólafi Birni - keppir á PGA-móti í næstu viku

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur Björn Loftsson.
Ólafur Björn Loftsson. Mynd. / GVA
Ólafur Björn Loftsson vann ótrúlegt afrek í dag þegar hann vann Cardinal-áhugamannamótið í golfi sem fór fram í Norður-Karólínu. Með sigrinum tryggði hann sér þátttökurétt á Wyndham Championship-mótinu sem fram fer í næstu viku og er á PGA-mótaröðinni.



Viðtal blaðamanns Vísis við Ólaf Björn að mótinu loknu má nálgast hér.


Ólafur lék lokahringinn á 65 höggum eða 5 undir pari og lék samtals á 11 höggum undir pari, en Will Collins varð í öðru sæti fjórum höggum á eftir Ólafi.

Ólafur var greinilega einbeittur fyrir lokahringinn en hann fékk þrjá fugla á fyrstu fjórum holum dagsins og gaf þar með tóninn. Alls tóku 80 kylfingar þátt á mótinu og er þetta frábær árangur hjá Íslendingnum.

Ólafur verður fyrsti Íslendingurinn til að leika á PGA-mótaröðinni sem er magnaður árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×