Thomas Björn hafði betur í fimm manna bráðabana Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 29. ágúst 2011 10:15 Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Getty Images / Nordic Photos Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur. Björn lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 og samtals var hann á -11. George Coetzee, Bernd Wiesberger og Pablo Larrazábal voru allir á sama skori. Wiesberger og Larrazábal féllu úr keppni strax á fyrstu holu í bráðabana. Foster féll úr leik eftir þrjár holur og Björn landaði sigrinum á fimmtu holu með því að fá fugl. Björn, sem er fertugur, virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik en hann varð fjórði á opna breska meistaramótinu á þessu ári. Þetta er annar sigur hans á þessu ári en hann sigraði á Katar meistaramótinu fyrr á þessu ári. Alls hefur Björn unnið 12 mót á Evrópumótaröðinni en hann er núna í 55. sæti heimslistans en hann var í 70. sæti fyrir mótið í Skotlandi. Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Danski kylfingurinn Thomas Björn stóð uppi sem sigurvegari á Johnnie Walker meistaramótinu sem fram fór á Gleneagles vellinum í Skotlandi. Björn hafði betur gegn fjórum öðrum kylfingum í bráðabana um sigurinn en fimm kylfingar voru efstir og jafnir eftir 72 holur. Björn lék lokahringinn á 69 höggum eða -3 og samtals var hann á -11. George Coetzee, Bernd Wiesberger og Pablo Larrazábal voru allir á sama skori. Wiesberger og Larrazábal féllu úr keppni strax á fyrstu holu í bráðabana. Foster féll úr leik eftir þrjár holur og Björn landaði sigrinum á fimmtu holu með því að fá fugl. Björn, sem er fertugur, virðist vera að ná sér á strik á nýjan leik en hann varð fjórði á opna breska meistaramótinu á þessu ári. Þetta er annar sigur hans á þessu ári en hann sigraði á Katar meistaramótinu fyrr á þessu ári. Alls hefur Björn unnið 12 mót á Evrópumótaröðinni en hann er núna í 55. sæti heimslistans en hann var í 70. sæti fyrir mótið í Skotlandi.
Golf Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Körfubolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti