Vettel í kjörstöðu fyrir titilslag í dag 28. ágúst 2011 10:02 Sebastian Vettel fagnar besta tíma í tímatökunni á Spa brautinni í gær. AP mynd: Frank Augstein Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá. Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull er fremstur á ráslínu í belgíska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á Spa brautinni í dag. Vettel er í níunda skipti á árinu fremstur á ráslínu. En Vettel hefur ekki unnið þrjú síðustu mót, en hefur samt sem áður gott forskot í stigamóti ökumanna, eftir sex sigra í ellefu mótum. Vettel er með 234 stig í stigamóti ökumanna, Mark Webber hjá Red Bull 149, Lewis Hamilton 146, en hann ekur með McLaren, Fernando Alonso hjá Ferrari 145 og Jenson Button hjá McLaren 134. Í stigamóti bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215 Hamilton er annar á ráslínu á eftir Vettel á Spa brautinni í dag, en Webber þriðji. Alonso náði aðeins áttunda besta tíma í tímatökunni og Jenson Button þrettánda besta tíma, eftir misskilning milli hans og keppnisliðsins í annarri umferð tímatökunnar. „Þetta er eitt af þeim mótum þar sem allt getur gerst, frá upphafi til enda. Við sjáum hvað setur. Besta spáin er að horfa upp til lofts og sjá hvað er að gerast. En það eru líkur á að það verði þurrt. ", sagði Vettel á fréttamannfundi eftir tímatökuna í gær. Hann telur að Red Bull liðið hafi fundið góða uppsetningu fyrir þurra braut, en rignt hefur á öllum æfingum og í tímatökunni í gær, en oft er sagt að allra veðra sé von á Spa brautinni. Hamilton ætlar að veita keppinautum sínum harða keppni. „Hvað sem gerist, þú mun ég keppa af eins miklu kappi og ég get. Ég er mættur með traustan grunn í veganesti og tel að við séum með hraðann til að keppa við alla", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. Í stigakeppni bílsmiða er Red Bull með 383 stig, McLaren 280 og Ferrari 215. Samkvæmt veðurspá á autosport.com er möguleiki á regnskúrum í dag. Mótið á Spa brautinni er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 11.30 og er mótið sýnt í opinni dagskrá.
Mest lesið Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Dallas Mavericks gæti þurft að gefa NBA leiki Körfubolti Dagskráin í dag: Titill í boði fyrir Liverpool og Newcastle Sport Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið Formúla 1 Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira