Senna: Hefur hungrað að komast aftur í keppni 25. ágúst 2011 16:53 Bruno Senna meðal áhorfenda á Spa brautinni í dag. Mynd: Andrew Ferraro/LAT Photographic/Renault F1 Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna. Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bruno Senna var tilkynntur sem ökumaður Formúlu 1 liðs Renault í gær í stað Nick Heidfeld, en Senna er frá Brasilíu, en hefur keppt í ýmsum mótaröðum síðustu ár. Hann keppti í Formúlu 3 í Bretlandi 2005, en færði sig yfir í GP2 árið 2007 og árið 2008 var hann í baráttu um titilinn í þeirri mótaröð, en varð í öðru sæti. Senna keppt með Hispania liðinu í Formúlu 1 í fyrra, en var síðan ráðinn varaökumaður Renault fyrir þetta tímabil. Heidfeld kom inn í Renault liðið eftir að Robert Kubica meiddist í rallkeppni í vetur, en Senna, sem er 27 ára gamall tekur nú sæti Heidfeld og keppir á Spa brautinni með liðinu ásamt Vitaly Petrov. „Ég er hæstánægður að Renault hefur boðið mér tækifæri til að verða keppnisökumaður. Það er örvun að komast um borð í R31 bílinn og hef fengið mikla reynslu hjá liðinu á þessu tímabili", sagði Senna í fréttatilkynningu frá Renault. Senna keyrði Renault bílinn á föstudagsæfingu í Ungverjalandi á dögunum. „Ég er bæði spenntur og taugaveiklaður - það er eins og jólin og mín erfiðasta prófraun hafa orðið að veruleika á sama degi. En ég er uppveðraður að keppa í Formúlu 1 á ný, sérstaklega með svona stóru liði. Mig hefur hungrað að komast aftur í keppni og það er ekki oft sem maður fær svona tækifæri með liði af þessari stærðargráðu. Mér finnst ég tilbúinn að takast á við verkefnið og er þakklátur liðinu. Ég mun ekki bregðast", sagði Senna.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun: Ísland - Sviss 83-82 | Hetjuskot Martins björguðu Íslandi Körfubolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira