Webber býst við slag á milli Ferrari, McLaren og Red Bull 24. ágúst 2011 17:05 Mark Webber í þjónustuhléi í síðustu keppni. Getty Images/Mark Thompson/Red Bull Racing Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull gerir ráð fyrir baráttu um sigur á milli Ferrari, McLaren og Red Bull í kappakstrinum á Spa brautinni í Belgíu um helgina. Hann var í baráttunni um efstu sætin í keppninni fyrra og varð í öðru sæti á eftir Lewis Hamilton á McLaren, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Robert Kubica á Renault varð þriðji. „Spa er án vafa ein besta brautin á mótaskránni. Þetta er frábær braut að mæta til keppni á eftir að hafa verið svona lengi frá ökumannsklefanum. Þetta er verðugt verkefni fyrir ökumenn og keppnisliðin útaf legu brautarinnar og veðurfarinu", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um helgina. Keppnislið hafa verið í sumarfríi frá síðustu keppni sem var í lok júlí. Veðrið hafði áhrif á gang mála á Spa brautinni í fyrra að sögn Webber og hann naut þess að keppa um verðlaunasæti við Hamilton og Kubica. Um mótið um helgina sagði Webber: „Ég býst við harðri keppni á milli Ferrari, McLaren og Red Bull. Það var gott að endurhlaða batteríin fyrir seinni hluta keppnistímabilsins og verja tíma með fjölskyldu og vinum. En þrjár vikur er nægt frí og maður var farinn að sakna þess að keyra ekki bílinn eftir svona langan tíma", sagði Webber.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira