Webber segir undraverða stemmningu á Monza 7. september 2011 15:08 Mark Webber er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á Red Bull. AP mynd: Frank Augstein Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber er í örðu sæti í stigakeppni ökumanna í Formúlu 1, á eftir liðsfélaga sínum Sebastian Vettel hjá Red Bull. Sjö mót er enn eftir og næsta mót er á Monza brautinni á Ítalíu um helgina. Fernando Alonso á Ferrari vann mótið á Monza í fyrra, sem skemmdi ekki fyrir stemmningunni meðal áhorfenda, Ferrari liðið er ítalskt. „Monza er ein besta keppnin á árinu, af því að stemmningin er undraverð meðal stuðningsmanna Ferrari. Það er mikil saga á bakvið mótssvæðið og hluti gömlu brautarinnar er enn á svæðinu og svæðið fallega gróið þar sem ítalski kappaksturinn hefur farið fram", sagði Webber m.a. í fréttatilkynningu frá Red Bull um mótið um næstu helgi. Mótið á Monza hefur verið liður í heimsmeistarakeppninni í Formúlu 1 frá 1950, utan einu sinni þegar keppt var á Imola árið 1980. Mótið í ár verður það 61 sem fer fram á Monza. „Þetta er stysta mótið (tímalega séð) sem við tökum þátt í, þar sem við ljúkum 300 km (eknir eru 306.7 km) markinu tillöluega fljótt útaf sérlega miklum hámarkshraða. Það þarf bíl sem er fljótur á beinu köflunum, en hefur samt skynsamlega mikið niðurtog yfirbyggingar í beygjum", sagði Webber, en það þýðir að grip bílanna þarf að vera gott í kröppum beygjum brautarinnar, þó mikill hámarkshraði sé nauðsynlegur til að hægt sé að reyna framúrakstur. Tvö svæði verða á Monza brautinni þar sem opna má stillanlegan afturvæng keppnisbílanna í kappakstrinum, til að auka möguleika á framúrakstri. „Því miður er þetta síðasta keppnin í Evrópu á þessu tímabili. Við vorum ofdekraðir á því hve skemmtilega mótið á Spa þróaðist og vonandi gerist það sama á Monza", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira