Webber býst við hörðum stigaslag við þrjá keppinauta 19. september 2011 15:14 Mark Webber lenti í árekstri við Felipe Massa í síðustu keppni sem var á Ítalíu og féll skömmu síðar úr leik. AP MYND: Luca Bruno Mark Webber hjá Red Bull fékk engin stig úr síðustu Formúlu 1 keppni og er orðinn 117 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í stigamóti ökumanna, þegar sex mótum er ólokið. Webber keppir í Singapúr um næstu helgi, en aðeins 14 stig skilja að þá fjóra ökumenn sem eru á eftir Vettel í stigamótinu. Webber varð í þriðja sæti í keppninni í Singapúr í fyrra. Mótið í Singapúr fer fram að kvöldi til og Webber segir mótið erfitt og malbikið ójafnt á sumum stöðum í brautinni. Þó um 1500 ljós lýsi brautina vel upp, þá er þetta ekki eins og að keyra að degi til og þreytan segir því til sín. Þetta er líka lengsta mót ársins og fer nærri tveggja tíma hámarkinu hjá FIA", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Mikill hiti og raki þýðir það að það er heitt um borð í bílnum og það þarf að gæta að vökvamagni líkamans í aðdraganda mótsins. Ég lauk keppni í þriðja sæti á Marina Bay brautinni í fyrra, þó ekki hafi alltaf gengið vel. Ég nýt þess að keyra þarna og vonast til að negla þetta í ár, eins og ég gerði í Valencia fyrr á þessu tímabli", sagði Webber. Webber hefur ekki enn náð fyrsta sæti í keppni á þessu keppnistímabili í móti. Hann hefur tvisvar náð öðru sæti og fimm sinnum þriðja sæti. Á sama tíma hefur Vettel landað átta sigrum. „Það skilja aðeins 14 stig fjóra okkar að. Mig, Fernando (Alonso), Jenson (Button) og Lewis (Hamilton). Enginn okkar mun gefa eftir tommu", sagði Webber um væntanlegan stigaslag, en Vettel er óneitanlega í góðri stöðu í efsta sæti á undan þessum fjórum köppum. Hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn um næsti helgi, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð. Formúla Íþróttir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull fékk engin stig úr síðustu Formúlu 1 keppni og er orðinn 117 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Sebastian Vettel í stigamóti ökumanna, þegar sex mótum er ólokið. Webber keppir í Singapúr um næstu helgi, en aðeins 14 stig skilja að þá fjóra ökumenn sem eru á eftir Vettel í stigamótinu. Webber varð í þriðja sæti í keppninni í Singapúr í fyrra. Mótið í Singapúr fer fram að kvöldi til og Webber segir mótið erfitt og malbikið ójafnt á sumum stöðum í brautinni. Þó um 1500 ljós lýsi brautina vel upp, þá er þetta ekki eins og að keyra að degi til og þreytan segir því til sín. Þetta er líka lengsta mót ársins og fer nærri tveggja tíma hámarkinu hjá FIA", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Mikill hiti og raki þýðir það að það er heitt um borð í bílnum og það þarf að gæta að vökvamagni líkamans í aðdraganda mótsins. Ég lauk keppni í þriðja sæti á Marina Bay brautinni í fyrra, þó ekki hafi alltaf gengið vel. Ég nýt þess að keyra þarna og vonast til að negla þetta í ár, eins og ég gerði í Valencia fyrr á þessu tímabli", sagði Webber. Webber hefur ekki enn náð fyrsta sæti í keppni á þessu keppnistímabili í móti. Hann hefur tvisvar náð öðru sæti og fimm sinnum þriðja sæti. Á sama tíma hefur Vettel landað átta sigrum. „Það skilja aðeins 14 stig fjóra okkar að. Mig, Fernando (Alonso), Jenson (Button) og Lewis (Hamilton). Enginn okkar mun gefa eftir tommu", sagði Webber um væntanlegan stigaslag, en Vettel er óneitanlega í góðri stöðu í efsta sæti á undan þessum fjórum köppum. Hann á möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn um næsti helgi, ef úrslitin í mótinu verða honum hagstæð.
Formúla Íþróttir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira