Vettel vonast eftir sigri í Singapúr 19. september 2011 14:15 Sebastian Vettel vann mótið á Monza á dögunum og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso í stigamóti ökumanna. AP MYND: Antonio Calanni Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. „Við höfum átt góð mót í Singapúr, sérstaklega í fyrra. Þá urðum við í öðru sæti, rétt á eftir Fernando. Ég elska brautina (í Singapúr), hún reynir á og það eru margar beygjur. Mótið er langt, það er heitt og þetta er næturkeppni, þannig að það er margt sem gerir mótið sérstakt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Keppnin er á flóðlýstri braut og er áætluð ræsing mótsins klukkan átta að kvöldi að staðartíma, en í hádeginu að íslenskum tíma. „Bíllinn virðist mjög samkeppnisfær þarna, þannig að ég vona að við getum farið þangað og sigrað þetta árið. Það yrði sérstakt. Ef við skoðum meistaramótið, þá er nokkuð eftir af því og við erum í sterkri stöðu. Við eigum það skilið, af því við höfum unnið af kappi og gert fá mistök. Ef við ljúkum næstu keppni með meira forskot, en fyrir keppnina, þá höfum við staðið okkur vel. Við sjáum til", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu, forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 stefnir á sigur í næsta móti sem verður í Singapúr um næstu helgi. Vettel hefur unnið tvö síðustu mót á þessu keppnistímabili og er með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Alonso vann mótið í Síngapúr í fyrra. „Við höfum átt góð mót í Singapúr, sérstaklega í fyrra. Þá urðum við í öðru sæti, rétt á eftir Fernando. Ég elska brautina (í Singapúr), hún reynir á og það eru margar beygjur. Mótið er langt, það er heitt og þetta er næturkeppni, þannig að það er margt sem gerir mótið sérstakt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull liðinu. Keppnin er á flóðlýstri braut og er áætluð ræsing mótsins klukkan átta að kvöldi að staðartíma, en í hádeginu að íslenskum tíma. „Bíllinn virðist mjög samkeppnisfær þarna, þannig að ég vona að við getum farið þangað og sigrað þetta árið. Það yrði sérstakt. Ef við skoðum meistaramótið, þá er nokkuð eftir af því og við erum í sterkri stöðu. Við eigum það skilið, af því við höfum unnið af kappi og gert fá mistök. Ef við ljúkum næstu keppni með meira forskot, en fyrir keppnina, þá höfum við staðið okkur vel. Við sjáum til", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira