Villas-Boas: Meistaradeildin erfiðari en HM í fótbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2011 16:45 Andre-Villas Boas, stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, fær í kvöld að spreyta sig á Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en hann fagnaði á síðasta tímabili sigri í Evrópudeild UEFA, þá sem stjóri Porto. „Meistaradeildin er erfiðasta keppnin,“ sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla. „Eins og í öðrum alþjóðlegum keppnum safnast þarna saman mörg góð lið og keppa um einn titil.“ „Fjöldi þeirra góðu liða sem taka þátt í ár er jafnvel enn meira áberandi en áður. Það eru svo mörg lið með breiða og sterka leikmannahópa - eins og Manchester City. Inter mun líka reyna að ná bikarnum aftur eftir að þeir töpuðu honum í fyrra og Real Madrid er svo með ótrúlegan hóp. Það eru svö mörg lið sem geta farið alla leið.“ „Ég hef ekki farið áður á HM í knattspyrnu. Ég er líka frekar óreyndur í þessari keppni. En það sem miklu máli skiptir á móti eins og HM er vilji leikmanna til að standa uppi sem sigurvegari. Það er ekkert annað sem kemst að og þeir fá að einbeita sér að keppninni algerlega.“ „En Meistaradeildin er erfiðari að því leyti að hún er keppni sem blandast inn í aðrar keppnir. Flest þessara liða eru líka að keppa um bikara í sínu heimalandi. Meistaradeildin er því afar erfið og krefst þess að bæði leikmenn og þjálfarar séu rétt innstilltir fyrir hvern einasta leik.“ Chelsea mætir í kvöld þýska liðinu Bayer Leverkusen á heimavelli en allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, fær í kvöld að spreyta sig á Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn en hann fagnaði á síðasta tímabili sigri í Evrópudeild UEFA, þá sem stjóri Porto. „Meistaradeildin er erfiðasta keppnin,“ sagði Villas-Boas við enska fjölmiðla. „Eins og í öðrum alþjóðlegum keppnum safnast þarna saman mörg góð lið og keppa um einn titil.“ „Fjöldi þeirra góðu liða sem taka þátt í ár er jafnvel enn meira áberandi en áður. Það eru svo mörg lið með breiða og sterka leikmannahópa - eins og Manchester City. Inter mun líka reyna að ná bikarnum aftur eftir að þeir töpuðu honum í fyrra og Real Madrid er svo með ótrúlegan hóp. Það eru svö mörg lið sem geta farið alla leið.“ „Ég hef ekki farið áður á HM í knattspyrnu. Ég er líka frekar óreyndur í þessari keppni. En það sem miklu máli skiptir á móti eins og HM er vilji leikmanna til að standa uppi sem sigurvegari. Það er ekkert annað sem kemst að og þeir fá að einbeita sér að keppninni algerlega.“ „En Meistaradeildin er erfiðari að því leyti að hún er keppni sem blandast inn í aðrar keppnir. Flest þessara liða eru líka að keppa um bikara í sínu heimalandi. Meistaradeildin er því afar erfið og krefst þess að bæði leikmenn og þjálfarar séu rétt innstilltir fyrir hvern einasta leik.“ Chelsea mætir í kvöld þýska liðinu Bayer Leverkusen á heimavelli en allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira