Vettel skrefi nær öðrum meistaratitilinum 11. september 2011 21:24 Sebastian Vettel fagnar á Monza í dag eftir að hafa komið fyrstur í endamark í áttunda skipti á árinu. AP MYND: LUCA BRUNO Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Hann á fræðilega möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í næstu keppni sem er í Singapúr og keppinautar hans fá ekki nægilega mörg stig til að halda í titilvonina. Sex mót eru enn eftir á tímabilinu. Vettel varð meistari ökumanna í fyrra. Vettel er með 284 stig i stigamóti ökumanna, Fernando Alonso á Ferrari 172, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull 167 og Lewis Hamilton á McLaren 158. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 12, fjórða 10, og svo 8, 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vinni Vettel næsta mót, svo dæmi sé tekið um stöðu hans og keppinautanna um titilinn þá verður Alonso að lenda í öðru eða þriðja sæti til að eiga möguleika á meistaratitlinum í framhaldinu. Button og Webber verða einnig að lenda í öðru sæti til að eiga áfram tölfræðilega möguleika í kapphlaupinu við Vettel, ef Vettel vinnur næsta mót. Hamilton á ekki möguleika á titilinum ef Vettel vinnur næsta mót. Aðspurður á fréttamannafundi hvenær hann gæti leyft sér að segja að hann væri í frábærri til stöðu að vinna titilinn sagði Vettel: „Ég held ég geti leyft mér að segja að við séum í frábærri stöðu. Ef þið spyrjið Fernando, Lewis, Jenson eða Mark, þá myndi þeir vilja skipta á stöðunni við mig. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Síðasta ár sannar það. Maður veit ekki fyrr en í síðasta hring í síðustu keppni", sagði Vettel sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í lokamótinu í Abu Dhabi. „Staðan er kannski öðruvísi í ár, en það eru mörg mót eftir. Við reynum að hámarka árangurinn eins og við gerðum hér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt mót, miðað við hvernig gekk síðustu tvö ár. En við vorum samkeppnisfærir í ár, sem var frábært. Við vorum í góðri stöðu og hámörkuðum árangur okkar og hefðu ekki getað gert betur. Frábær keppni. Frábært þjónustuhlé. Ræsingin var ekki góð, þannig að við þurfum að skoða það fyrir næsta mót. Svo sjáum við hvað gerist", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Sebastain Vettel hjá Red Bull er með 112 stiga forskot á næsta ökumann í stigamóti ökumanna í Formúlu 1, eftir sigurinn á Monza í dag, sem var hans áttundi á árinu. Vettel vann sinn fyrsta sigur á sömu braut árið 2008 með Torro Rosso liðinu. Hann á fræðilega möguleika á að tryggja sér meistaratitilinn í næstu keppni sem er í Singapúr og keppinautar hans fá ekki nægilega mörg stig til að halda í titilvonina. Sex mót eru enn eftir á tímabilinu. Vettel varð meistari ökumanna í fyrra. Vettel er með 284 stig i stigamóti ökumanna, Fernando Alonso á Ferrari 172, Jenson Button á McLaren og Mark Webber á Red Bull 167 og Lewis Hamilton á McLaren 158. Fyrir sigur fást 25 stig, annað sætið 18, þriðja 12, fjórða 10, og svo 8, 6, 4, 3, 2 og 1 fyrir næstu sæti á eftir. Vinni Vettel næsta mót, svo dæmi sé tekið um stöðu hans og keppinautanna um titilinn þá verður Alonso að lenda í öðru eða þriðja sæti til að eiga möguleika á meistaratitlinum í framhaldinu. Button og Webber verða einnig að lenda í öðru sæti til að eiga áfram tölfræðilega möguleika í kapphlaupinu við Vettel, ef Vettel vinnur næsta mót. Hamilton á ekki möguleika á titilinum ef Vettel vinnur næsta mót. Aðspurður á fréttamannafundi hvenær hann gæti leyft sér að segja að hann væri í frábærri til stöðu að vinna titilinn sagði Vettel: „Ég held ég geti leyft mér að segja að við séum í frábærri stöðu. Ef þið spyrjið Fernando, Lewis, Jenson eða Mark, þá myndi þeir vilja skipta á stöðunni við mig. En þetta er ekki búið fyrr en það er búið. Síðasta ár sannar það. Maður veit ekki fyrr en í síðasta hring í síðustu keppni", sagði Vettel sem tryggði sér meistaratitilinn í fyrra í lokamótinu í Abu Dhabi. „Staðan er kannski öðruvísi í ár, en það eru mörg mót eftir. Við reynum að hámarka árangurinn eins og við gerðum hér. Við vissum að þetta yrði ekki auðvelt mót, miðað við hvernig gekk síðustu tvö ár. En við vorum samkeppnisfærir í ár, sem var frábært. Við vorum í góðri stöðu og hámörkuðum árangur okkar og hefðu ekki getað gert betur. Frábær keppni. Frábært þjónustuhlé. Ræsingin var ekki góð, þannig að við þurfum að skoða það fyrir næsta mót. Svo sjáum við hvað gerist", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira