Búið að steypa Shaq í brons hjá LSU Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2011 13:30 Bronsstyttan af Shaquille O'Neal. Mynd/AP Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992. Shaquille O'Neal er eini íþróttamaðurinn úr Louisiana State University sem hefur verið kosinn bæði leikmaður ársins í háskólaboltanum sem og mikilvægasti leikmaðurinn í atvinnumannadeild. Shaq var með 21,6 stig og 13,5 fráköst að meðaltali á þremur árum sínum í LSU. Til að heiðra Shaq og frábæran feril hans ákváðu forráðamenn skólans að reisa af honum glæsilega bronsstyttu þar sem hann sést troða boltanum í körfuna þegar hann var enn ungur og nettur. „Trent Johnson þjálfari sendi mér litla styttu af því hvernig hún myndi líta út en ég bjóst aldrei við að hún yrði svona stór," sagði Shaquille O'Neal. Styttan er í raunstærð og er 400 kíló að þyngd. Shaq er engin smásmíði (216 sm) og því mun styttan ekki fara framhjá neinum þegar menn nálgast íþróttahöllina. „Ég er auðmjúkur og þakklátur. Það eru margir frábærir leikmenn sem hafa verið í þessum skóla og þar á meðal eru þeir Pete Maravich, Bob Pettit og Chris Jackson. Mér er sýnd mikil virðing með að vera sá fyrsti sem fær styttu af sér," sagði Shaq. Shaquille O'Neal lagði skónna á hilluna í sumar eftir að hafa spilað í 19 ár í NBA-deildinni fyrir Orlando Magic (1992–1996), Los Angeles Lakers (1996–2004), Miami Heat (2004–2008), Phoenix Suns (2008–2009), Cleveland Cavaliers (2009–2010) og Boston Celtics (2010–2011). Hann var með 23,7 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í 1207 deildarleikjum og 24,3 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í 216 leikjum í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Shaquille O'Neal var viðstaddur þegar LSU vígði nýja styttu af kappanum á dögunum fyrir utan Pete Maravich höllina í Baton Rouge í Louisiana. Þar spilar körfuboltalið Louisiana State University heimaleiki sína og þar lék Shaquille O'Neal með skólaliðinu frá 1989 til 1992. Shaquille O'Neal er eini íþróttamaðurinn úr Louisiana State University sem hefur verið kosinn bæði leikmaður ársins í háskólaboltanum sem og mikilvægasti leikmaðurinn í atvinnumannadeild. Shaq var með 21,6 stig og 13,5 fráköst að meðaltali á þremur árum sínum í LSU. Til að heiðra Shaq og frábæran feril hans ákváðu forráðamenn skólans að reisa af honum glæsilega bronsstyttu þar sem hann sést troða boltanum í körfuna þegar hann var enn ungur og nettur. „Trent Johnson þjálfari sendi mér litla styttu af því hvernig hún myndi líta út en ég bjóst aldrei við að hún yrði svona stór," sagði Shaquille O'Neal. Styttan er í raunstærð og er 400 kíló að þyngd. Shaq er engin smásmíði (216 sm) og því mun styttan ekki fara framhjá neinum þegar menn nálgast íþróttahöllina. „Ég er auðmjúkur og þakklátur. Það eru margir frábærir leikmenn sem hafa verið í þessum skóla og þar á meðal eru þeir Pete Maravich, Bob Pettit og Chris Jackson. Mér er sýnd mikil virðing með að vera sá fyrsti sem fær styttu af sér," sagði Shaq. Shaquille O'Neal lagði skónna á hilluna í sumar eftir að hafa spilað í 19 ár í NBA-deildinni fyrir Orlando Magic (1992–1996), Los Angeles Lakers (1996–2004), Miami Heat (2004–2008), Phoenix Suns (2008–2009), Cleveland Cavaliers (2009–2010) og Boston Celtics (2010–2011). Hann var með 23,7 stig og 10,9 fráköst að meðaltali í 1207 deildarleikjum og 24,3 stig og 11,6 fráköst að meðaltali í 216 leikjum í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins