Innlent

Tíu ár liðin frá hryðjuverkunum - öryggisgæsla gríðarleg

Hryðjuverkin í New York árið 2001.
Hryðjuverkin í New York árið 2001.

Tíu ár eru í dag síðan hryðjuverkaárásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York þar sem tæplega þrjú þúsund manns létust.



Öryggisgæsla hefur verið hert víða í Bandaríkjunum vegna ótta við mögulegar árásir Al-Kaída. CIA fékk í síðustu viku upplýsingar um að hryðjuverkasamtökin hygðust gera út árásarmenn með sprengjur í dag, suma hverja bandaríska ríkisborgara.



Málmleitartækjum hefur verið komið upp á götum í nágrenni World Trade Center og lögreglumenn í bæði New York og Washington hafa stoppað og leitað í stórum farartækjum sem eiga leið um brýr og undirgöng.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×