Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 16:07 Juan Mata sækir gegn sínum gömlu félögum í Valencia í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Sjá meira
Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Sjá meira