Umfjöllun: Aron fer vel af stað með Haukana Stefán Árni Pálsson í Digranesinu skrifar 26. september 2011 20:55 Mynd/Valli Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot. Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel. Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn. Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.TölfræðiHK - Haukar 22-27 (13-11)Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)Utan vallar: 2 mínúturMörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).Utan vallar: 8 mín Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira
Haukar unnu frábæra sigur, 27-22, á HK í fyrstu umferð N1 deildar karla í kvöld, en leikurinn fór fram í Digranesinu. Þetta var fyrsti leikur Arons Kristjánssonar sem þjálfari Hauka í nokkur ár, en hann tók við liðinu í sumar eftir dvöl sína í Þýskalandi. Nemanja Malovic var magnaður í liði Hauka og gerði 12 mörk. Aron Rafn Eðvarðsson varði einnig virkilega vel í síðari hálfleiknum fyrir gestina og varði 14 skot. Mikill haustbragur var á leik liðanna til að byrja með og sást það einna helst á sóknarleiknum. Heimamenn voru með ákveðið frumkvæði til að byrja með og náðu tveggja marka forystu strax í upphafi leiksins. Haukar voru aldrei langt undan og sýndu á köflum virkilega fínan varnarleik. Staðan var jöfn, 8-8, þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Liðin áttu nokkuð erfitt með að koma boltanum í netið og mikið var um sóknarfeila í hálfleiknum. HK var samt alltaf einu skrefi á undan gestunum og því var staðan 13-11 fyrir Kópavogsmenn í hálfleik. Haukar hófu síðari hálfleikinn mikið mun betur en heimamenn og skoruðu 8 mörk á fyrstu tólf mínútum hálfleiksins, en á sama tíma gerði HK aðeins eitt. Staðan breytist því í 19-14 fyrir gestina. Aron Rafn Eðvarðsson, marvörður Hauka, datt í gang og fór að verja vel. Heimamenn skoruðu annað mark sitt í síðari hálfleiknum þegar hann var tæplega hálfnaður og þá fóru þeir loks í gang. HK náði að breyta stöðunni í 19-18 og allt í einu var mikill spenna kominn í leikinn. Gestirnir náðu samt sem áður að halda HK-ingum frá sér og unnu að lokum fínan sigur 27-22. Fín byrjun hjá Haukum, en Nemanja Malovic, nýr leikmaður Hauka, var frábær í liði gestanna og skoraði 12 mörk.TölfræðiHK - Haukar 22-27 (13-11)Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/1 (16/3), Atli Ævar Ingólfsson 4 (6), Bjarki Már Elísson 3 (5/1), Atli Karl Backmann 2 (3), Tandri Már Konráðsson 2 (5), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (4), Léó Snær Pétursson 1 (4), Hörður Másson 1 (2).Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 7 (16/1, 3%), Arnór Freyr Stefánsson 3 (9 , 25%)Hraðaupphlaupsmörk: 5 ( Bjarki Már Elísson 2, Léó Snær, Atli Ævar og Ólafur Víðir)Fiskuð víti: 3 (Atli Ævar 2 og Atli Karl)Utan vallar: 2 mínúturMörk Hauka (skot): Nemanja Malovic 12 (15), Stefán Rafn Sigurmannsson 4/1 (9/1), Heimir Óli Heimisson 3 (3), Sveinn Þorgeirsson 3 (1), Brynjólfur Snær Brynjólfsson 2 (4), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Freyr Brynjarsson 1 (3), Einar Pétur Pétursson 1 (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 0/0 (6, 0%.), Aron Rafn Eðvarðsson 14/2 (16/2 , 46%.)Hraðaupphlaup: 4 (Nemanja, Freyr, Einar Pétur og Stefán Rafn )Fiskuð víti: 2 (Heimir Óli og Stefán Rafn).Utan vallar: 8 mín
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Sjá meira