Stewart: Hamilton þarf að skoða hugarástand sitt 26. september 2011 14:25 Lewis Hamilton ekur með McLaren Formúlu 1 liðinu. AP MYND: Eugene Hoshiko Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham. Formúla Íþróttir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jackie Stewart sem er þrefaldur heimsmeistari í Formúlu 1 telur að Lewis Hamilton hjá McLaren þurfi að nálgast aksturinn á annan hátt í mótum en raunin er á köflum. Hamilton ók aftan á Ferrari ökumanninn Felipe Massa í keppninni í Singapúr í gær og hefur lent í óhöppum á þessu ári sem hann var valdur að. „Ég er dálítið áttaviltur af því hann (Hamilton) kann að keyra og hefur mikla hæfileika frá náttúrunnar hendi. En ef hann á að verða framúrskarandi ökumaður, þá getur hann ekki verið að lenda í ógöngum hvað eftir annað. Frægustu ökumennirnir voru ekki að upplifa slíkt", sagði Stewart í frétt á autosport.com um Hamilton. Massa var mjög ósáttur við aksturslag Hamilton í mótinu í Singapúr, en áreksturinn á milli þeirra sprengdi afturdekk á bíl Massa, en framvængurinn brotnaði á bíl Hamilton. „Hann hefur allt til að bera, en einhvern veginn þá dettur hann úr gír andlega séð, eins og í Singapúr, í tímatökunni munaði litlu að hann lenti í ógöngum sem hefðu getað þýtt að hann hefði ekki klárað tímatökuna", sagði Stewart, en Hamilton var að reyna komast framúr Massa í krappri beygju í það skiptið í upphitunarhring fyrir atlögu að hröðum hring. „Áreksturinn í keppninni var óþarfi. Ég held að hann þurfi að skoða hugarástand sitt. Hann er með faglegu hæfileikanna, en hann er of oft að lenda í ógöngum. Michael Schumacher hefur lent í því sama", sagði Stewart. Hamilton og Massa lentu í karpi fyrir framan myndavélar fréttamanna eftir keppnina í Singapúr, samkvæmt frétt autosport.com og Hamilton dró sig í hlé frá fréttamönnum eftir það. Anthony faðir Hamilton, sem var umboðsmaður hans áður en leiðir þeirra skildu hvað það varðar telur að Hamilton þurfi á því að halda að hann hafi umboðsmann til staðar á mótssvæðum, eins og aðrir ökumenn. Mikið álag er á ökumönnum á mótssvæðum. XIX Management fyrirtækið er með Hamilton á sínum snærum, er umboðsaðili hans, en sér einnig um kappa eins og David Beckham.
Formúla Íþróttir Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira