Vettel: Mjög ánægður með árangurinn 25. september 2011 19:11 Sebastian Vettel fagnar sigrinum í dag. AP MYND: /Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu vann Formúlu 1 kappakstursmótið í Singapúr í dag og þegar fimm mótið er ólokið er hann aðeins einu stigi frá því að tryggja sér meistaratitilinn í Formúlu 1, annað árið í röð. Eftir mótið í dag getur aðeins Jenson Button há McLaren liðinu komið í veg fyrir það tölfræðilega séð. Til að Button geti skákað Vettel, þá verður Button að vinna þau 5 mót sem eftir eru og á sama tíma má Vettel ekki fá stig. Ef Vettel fær t.d. eitt stig í næsta móti, þá verður Vettel meistari og Button á ekki lengur möguleika. „Ég er mjög, mjög ánægður með árangurinn í dag. Bíllinn var frábær allan tímann. Þegar við þurftum að auka hraðann, þá gátum við aukið forskotið tiltölulega auðveldlega, sem hjálpaði til", sagði Vettel eftir keppnina í dag. Vettel tapaði niður góðu forskoti í mótinu, þegar öryggisbíllinn kom inn á brautina vegna óhapps, sem varð í brautinni. En í endurræsingunni náði hann strax ágætu forskoti. Vettel komst í réttan takt á ný og var ekki ógnað í mótinu. „Í heildina litið voru þetta frábær úrslit. Ég elska þessa braut og þetta verkefni. Þetta er eitt lengsta mót tímabilsins. Bíllinn var frábær og vélin líka. Renault vann sitt verk vel, þannig að við vorum í þægilegri stöðu mest alla keppnina. Það hentar vel hérna, því það er verðugt verkefni að raða öllum tímatökusvæðunum saman aksturslega séð, ekki bara í tímatökunni, heldur líka í kappakstrinum. Ég er ánægður og hvað titislaginn varðar, þá er annað tækifæri í næstu keppni", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira