Vettel sigraði í Singapore - komin með níu fingur á titilinn Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2011 14:32 Vettel kemur í mark í Singapore Mynd. / Getty Images Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Vettal sigraði keppnina í Singapore í dag með þó nokkrum yfirburðum, en hann kom í mark um 2 sekúndum á undan Jenson Button, McLaren. Þriðji varð Mark Webber, Red Bull. Þetta var níundi sigur Vettel á tímabilinu en hann hefur verið magnaður í ár. Keppnin í dag var viðburðamikil en Michael Schumacher datt úr leik eftir 28 hringi þegar hann skaust útaf brautinni. Alls komust fjórir bílar ekki í mark sökum árekstra og bilana. Sebastian Vettal þarf aðeins eitt stig til viðbótar í keppni ökumanna, en alls eru fimm mót eftir. Það þarf því kraftaverk svo að Vettal verði ekki heimsmeistari. Jenson Button á tölfræðilega möguleika á því að verða heimsmeistari en líkurnar eru heldur betur ekki með honum.Staðan í keppni ökumanna: Sebastian Vettel, Red Bull - 309 stig. Jenson Button, McLaren - 185 Fernando Alonso, Ferrari - 184 Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir það að Sebastian Vettel, Red Bull, verði heimsmeistari í keppni ökumanna í Formúlu 1. Vettal sigraði keppnina í Singapore í dag með þó nokkrum yfirburðum, en hann kom í mark um 2 sekúndum á undan Jenson Button, McLaren. Þriðji varð Mark Webber, Red Bull. Þetta var níundi sigur Vettel á tímabilinu en hann hefur verið magnaður í ár. Keppnin í dag var viðburðamikil en Michael Schumacher datt úr leik eftir 28 hringi þegar hann skaust útaf brautinni. Alls komust fjórir bílar ekki í mark sökum árekstra og bilana. Sebastian Vettal þarf aðeins eitt stig til viðbótar í keppni ökumanna, en alls eru fimm mót eftir. Það þarf því kraftaverk svo að Vettal verði ekki heimsmeistari. Jenson Button á tölfræðilega möguleika á því að verða heimsmeistari en líkurnar eru heldur betur ekki með honum.Staðan í keppni ökumanna: Sebastian Vettel, Red Bull - 309 stig. Jenson Button, McLaren - 185 Fernando Alonso, Ferrari - 184
Formúla Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira