Golf

Ólafur Már í 30. sæti eftir fyrsta hringinn í Þýskalandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Már Sigurðsson.
Ólafur Már Sigurðsson. Mynd/GVA
Ólafur Már Sigurðsson og Þórður Rafn Gissurarson úr GR eru báðir að keppa á úrtökumóti á fyrsta stigi fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Fleesensee í Þýskalandi. 30 efstu kylfingarnir í mótinu komast áfram á annað stig úrtökumótsins á Spáni þar sem Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG verður meðal keppenda.

Ólafur Már lék betur á fyrsta hring en hann er í 30. sæti eftir að hafa leikið holurnar átján á 72 höggum eða á pari vallarsins. Ólafur Már fékk þrjá fugla og þrjá skolla á hringnum. Ólafur Már kemst áfram takist honum að halda sér meðal þeirra 30 efstu á mótinu en leiknir eru fjórir hringir.

Þórður Rafn Gissurarson lék ekki eins vel og Ólafur Már en Þórður kom inn á 76 höggum eða fjórum höggum yfir pari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×