Áhorfandi handtekinn fyrir að kasta pylsu að Tiger Woods Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 22:33 Tiger í mótinu í dag. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods virðist hafa náð sér þokklega á strik síðustu dagana en hann spilaði í dag á 68 höggum á Frys.com-mótinu á PGA-mótaröðinni, þriðja daginn í röð. Meiri athygli vakti þó að áhorfandi á mótinu var handtekinn fyrir að kasta pylsu í átt að kylfingnum. Woods var að pútta þegar að atvikið átti sér stað. Pylsan sjálf hafnaði á flötinni en brauðið komst ekki svo langt. Woods púttaði eins og ekkert hefði í skorist. Tiger er sem stendur í 28. sæti en síðust kylfingarnir eiga enn eftir að klára leik. Hann lék alls á 277 höggum og sjö höggum undir pari. Í gær tókst honum að spila annan daginn í röð undir 70 höggum og var það í fyrsta sinn sem það gerðist síðan í upphafi ársins. Hann gerði enn betur í dag og virðist því vera að komast á gott skrið á nýjan leik. Hann vann síðast mót á PGA-mótaröðinni árið 2009 og risamót síðast fyrir þremur árum. Í vikunni féll hann svo úr hópi 50 efstu kylfinga á heimslistanum í fyrsta sinn síðan 1996. Þegar þetta er skrifað hefur Bandaríkjamaðurinn Bryce Molder tveggja högga forystu á næstu kylfinga en mótinu lýkur í nótt. Fylgjast má með stöðunni hér.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira