Meistarinn Vettel segist lánsamur og blessaður 9. október 2011 21:19 Christian Horner yfirmaður Red Bull liðssins, Sebastian Vettel og Adrian Newey, yfirhönnuður fagna með starfsmönnum liðsins í dag. Getty Images: Clive Rose Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Red Bull liðið er með 130 stiga forskot á McLaren liðið í meistaramóti bílasmiða og getur því unnið þann titil í ár, auk þess að hafa unnið að því með Vettel að vinna titil ökumanna. Fjórum mótum er ólokið í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Red Bull náði meistaratitli bílasmiða í fyrra, rétt eins og Vettel titli ökumanna. „Við erum með tvo bíla og tvo ökumenn og þurfum að bera hitann og þungann af álaginu í hvert skipti sem við förum á mót. Stundum förum við ekki eins vel með bílanna og við ættum að gera, en við erum alltaf að reyna að ná því allra mesta út úr þeim á hveri mótshelgi. En það er magnað sem hefur gerst. Við settum okkur markmið að vinna meistaratitilinn á þessu ári og að ná því í Japan, þegar fjórum mótum er ólíkið er ólýsanlegt. Það er jafn yfirþyrmandi og að vinna fyrsta titilinn", sagði Vettel eftir mótið i dag, í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel er yngstur ökumanna í sögu Formúlu 1 til að verða heimsmeistari í tvígang. Hann varð yngstur ökumanna til að vinna Formúlu 1 mót árið 2008 og á þessu ári hefur hann unnið 9 mót af þeim 15 sem hafa farið fram. „Ég gerði mér aldrei í hugarlund að ég myndi vinna meistarakeppnina og að vinna hana tvisvar er magnað. Ég á góðar minningar úr heimi Formúlu 1, frá því ég var að fylgjast með íþróttinni ungur að árum. Núna finnst mér ég lánsamur og blessaður að upplifa þessa reynslu. Það var svo mikið af spenntu og áhugsaömu fólki að fylgjast með í dag á brautinni. (þegar ökumenn voru kynntir sérstaklega á brautinni, fyrir mótið) Það var það síðasta sem ég hugsaði þegar ég setti hjálminn á mig. Þetta verður ekki betra fyrir ökumann, sólríkur dagur, spenntir áhorfendur að fylgjast með því sem maður er að gera. Um þetta snýst lífið. Að tryggja titilinn hérna er ólýsanlegt. Það er meira en frábært", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sebastian Vettel fagnaði öðrum meistaratitli sínum í heimsmeistaramóti ökumanna í Formúlu 1 á Suzuka brautinni í Japan í dag. Hann fór fögrum orðum um samstarfsmenn sína hjá Red Bull liðinu eftir að hafa tryggt sér meistaratitilinn annað árið í röð. Hann vildi meina að allir hjá Red Bull hefðu lagt hönd á plóginn í kapphlaupinu um titilinn, sama í hvaða starfi þeir væru hjá liðinu, en Red Bull liðið er staðsett í Milton Keynes í Bretlandi. Red Bull liðið er með 130 stiga forskot á McLaren liðið í meistaramóti bílasmiða og getur því unnið þann titil í ár, auk þess að hafa unnið að því með Vettel að vinna titil ökumanna. Fjórum mótum er ólokið í Formúlu 1 á þessu keppnistímabili. Red Bull náði meistaratitli bílasmiða í fyrra, rétt eins og Vettel titli ökumanna. „Við erum með tvo bíla og tvo ökumenn og þurfum að bera hitann og þungann af álaginu í hvert skipti sem við förum á mót. Stundum förum við ekki eins vel með bílanna og við ættum að gera, en við erum alltaf að reyna að ná því allra mesta út úr þeim á hveri mótshelgi. En það er magnað sem hefur gerst. Við settum okkur markmið að vinna meistaratitilinn á þessu ári og að ná því í Japan, þegar fjórum mótum er ólíkið er ólýsanlegt. Það er jafn yfirþyrmandi og að vinna fyrsta titilinn", sagði Vettel eftir mótið i dag, í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel er yngstur ökumanna í sögu Formúlu 1 til að verða heimsmeistari í tvígang. Hann varð yngstur ökumanna til að vinna Formúlu 1 mót árið 2008 og á þessu ári hefur hann unnið 9 mót af þeim 15 sem hafa farið fram. „Ég gerði mér aldrei í hugarlund að ég myndi vinna meistarakeppnina og að vinna hana tvisvar er magnað. Ég á góðar minningar úr heimi Formúlu 1, frá því ég var að fylgjast með íþróttinni ungur að árum. Núna finnst mér ég lánsamur og blessaður að upplifa þessa reynslu. Það var svo mikið af spenntu og áhugsaömu fólki að fylgjast með í dag á brautinni. (þegar ökumenn voru kynntir sérstaklega á brautinni, fyrir mótið) Það var það síðasta sem ég hugsaði þegar ég setti hjálminn á mig. Þetta verður ekki betra fyrir ökumann, sólríkur dagur, spenntir áhorfendur að fylgjast með því sem maður er að gera. Um þetta snýst lífið. Að tryggja titilinn hérna er ólýsanlegt. Það er meira en frábært", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira