Fram með þrjá sigra í þremur leikjum - vann Akureyri í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2011 19:54 Mynd/Valli Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira