Fram með þrjá sigra í þremur leikjum - vann Akureyri í kvöld Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. október 2011 19:54 Mynd/Valli Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur. Olís-deild karla Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Framarar eru sem fyrr á toppi N1-deildar karla. Þeir unnu í kvöld sinn þriðja leik í röð er Akureyri kom í heimsókn. Lokatölur 31-27. Akureyringar mættu með frekar laskað lið enda talsvert um meiðsli í þeirra herbúðum um þessar mundir. Akureyri var búið að vinna einn leik og tapa einum en Fram var búið að vinna báða sína leiki. Bæði lið eru þekkt fyrir góðan varnarleik og fína markvörslu en afar lítið fór fyrir slíku framan af leik. Akureyringar mun sprækari á upphafsmínútunum og komust í 1-4. Framarar unnu sig smám saman inn í leikinn og ekki síst fyrir góða innkomu Róberts Hostert sem fékk að leika lausum hala. Hann þakkaði fyrir með því að skora fimm falleg mörk. Þegar blásið var til leikhlés var jafnt á með liðunum, 16-16. Akureyri byrjaði síðari hálfleikinn betur en svo komu Framarar af krafti inn í leikinn. Þeir leiddu aðeins einu sinni í fyrri hálfleik en eftir tólf mínútur af síðari hálfleik voru þeir komnir með þriggja marka forskot, 22-19. Þá var Atla Hilmarssyni, þjálfara Akureyrar, nóg boðið og tók leikhlé. Skal engan undra þar sem leikur Norðanmanna var hruninn á báðum endum vallarins. Þegar rúmar tíu mínútur lifðu leiks datt Sveinbjörn Pétursson aðeins í stuð í Akureyrarmarkinu. Í kjölfarið komu hraðaupphlaupin og Akureyri minnkaði muninn í tvö mörk, 26-24. Þá skellti Magnús Erlendsson í lás hinum megin. Varði tvö hraðaupphlaup í röð meðal annars. Það var einfaldlega of stór biti fyrir Akureyringa sem áttu ekki raunhæfan möguleika það sem eftir lifði leiks. Framarar virðast hafa verið stórkostlega vanmetnir en þeim var aðeins spáð fjórða til fimmta sæti í deildinni. Liðið er ákaflega vel mannað og breiddin þess utan mikil. Fram-liðið er ekki árennilegt og er liðið sem önnur lið þurfa að bera sig saman við í upphafi móts.Fram-Akureyri 31-27 (16-16) Mörk Fram (skot): Róbert Aron Hostert 8 (14), Sigurður Eggertsson 6 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 4 (10), Ægir Hrafn Jónsson 3 (3), Einar Rafn Eiðsson 3/1 (5/2), Halldór Jóhann Sigfússon 2 (2), Ingimundur Ingimundarson 2 (3), Matthías Berhöj Daðason 1 (2), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (1), Jóhann Karl Reynisson 1 (1). Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 12 (27/2) 44%, Sebastían Alexandersson 2 (14) 14%. Hraðaupphlaup: 7 (Jóhann 3, Stefán, Matthías, Ægir, Ingimundur). Fiskuð víti: 2 (Ægir, Stefán). Utan vallar: 2 mínútur. Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/3 (8/3), Bjarni Fritzson 7 (12), Guðmundur Hólmar Helgason 4 (11), Geir Guðmundsson 3 (6), Guðlaugur Arnarsson 3 (4), Hlynur Elmar Matthíasson 1 (2), Bergvin Gíslason 1 (4). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9 (37/2) 24%. Hraðaupphlaup: 10 (Bjarni 4, Oddur 2, Guðmundur, Hlynur, Guðlaugur, Geir). Fiskuð víti: 3 (Oddur 2, Bjarni). Utan vallar: 10 mínútur.
Olís-deild karla Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira