Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið 3. október 2011 20:00 Sebastian Vettel og Mark Webber keppa með Red Bull liðinu í Japan um næstu helgi. AP MYND: Eugene Hoshiko Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess. Vettel getur tryggt sér heimsmeistaratitilinn ökumanna í mótinu um næstu helgi. Honum nægir eitt stig til að verða meistari og eini keppinautur hans um titilinn er Jenson Button hjá McLaren. Button verður að vinna öll mót sem eftir eru og Vettel má ekki fá stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, eigi Button að geta orðið meistari í ár. „Suzuka er ein af uppáhaldsbrautunum mínum og hún hefði ekki getað verið betur smíðað mannvirki. Fyrsti hlutinn að Degner beygjunni er stórbrotnasti og mest krefjandi kaflinn (á braut) á öllu keppnistímabilinu. Ég er ekki sá eini sem elskar þessa braut og bíllinn elskar hana líka", sagði Vettel m.a. um mótið um næstu helgi í fréttatilkynningu frá Red Bull. „Japanskir áhorfendur eru sérstakir. Ég get ekki ímyndað mér hvað þeir hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Þeir eru sérlega þolinmóðir, alltaf kurteisir, vingjarnlegir og þolgóðir. Ég vona að við getum fært þeim góða skemmtun", sagði Vettel. Webber er í fjórða sæti í stigamóti ökumanna, á eftir Vettel, Button og Fernando Alonso hjá Ferrari. Webber segir japanska áhorfendur hafa yndi af Formúlu 1. „Eftir harmleikinn í Japan fyrr á árinu, þá er gott að vera hluti af einhverju sem fólk getur vonandi hlakkað til. Japanskir áhorfendur virðast elska Formúlu 1 og Suzuka brautin er ein sú besta í heimi", sagði Webber. „Samsetning beygjanna er stórfengleg og fyrsta tímatökusvæðið er mjög hratt. Brautin er nokkuð mjó og maður verður því að vera mjög, mjög nákvæmur. Það er mikilvægt að halda takti og maður verður að keyra á ystu nöf í öllum beygjum. Sumum svæðum verður að ná fullkomlega. Þetta er góð áskorun fyrir ökumenn og ég hlakka til", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Klitschko gerir lítið úr Haye og Chisora fyrir stóru stundina Sport Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn