Buffett tæki Samherjabréfin fram yfir Real Magnús Halldórsson skrifar 18. október 2011 10:00 Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Hvort myndi fjárfestir velja að kaupa sér hlutabréf í Real Madrid eða Samherja ef honum stæði það til boða? Það er ekki gott að segja, enda áherslur fjárfesta oft ólíkar og markmið sömuleiðis. Horft er til skamms tíma, langs tíma og allt þar á milli. Ólíkar þarfir og ólíkar stefnur. Ein regla er þó gulls ígildi. Ekkert jafnast á við það að eiga hlutabréf í félögum sem eru með stöðugan og góðan rekstur sem gerir skilvísar arðgreiðslur til eigenda mögulegar. Þetta er meðal þess sem Warren Buffett hefur bak við eyrað í sínum fjárfestingum, að því er kemur fram í bókinni The Warren Buffett Way. Galdurinn er að einblína á viðskiptamódelið, reynslu og sögu, fremur en einstaka rekstrarárangur yfir skamman tíma. Sem gjarnan býr til nýjar tískusveiflur hjá fjárfestum. Verðið í upphafi skiptir vissulega máli, en ef það reynist of hátt, þá getur þolinmæðin unnið á móti því vegna sterks rekstrargrunns. Þannig er góður rekstrargrunnur ekki aðeins helsta ástæða fjárfestingarinnar hjá Buffett. Heldur er hann líka varnagli og áhættudreifing. Verðið skiptir ekki eins miklu í viðskiptunum, ef það er hægt að treysta á góðan rekstur. Efnahagsreikningar þessara tveggja ólíku fyrrnefndu félaga, annars vegar stærsta knattspyrnufélags í heimi og síðan langsamlega stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins Íslands, eru um margt forvitnilegir í samanburði. Tvær stærðir gefa ágæta mynd af stöðu mála. Heildartekjur og hagnaður. Tekjur á ársgrundvelli eru á svipuðu bili; um 480 milljónir evra, tæplega 80 milljarðar króna, hjá Real Madrid en um 420 milljónir evra, um 70 milljarðar króna, hjá Samherja. Rekstur Real Madrid gekk framan vonum á síðasta reikningsári félagsins, samkvæmt tilkynningu á vefsíðu félagsins. Rekstrarhagnaður félagsins nam 31,6 milljónum evra, 5,1 milljarði króna. Það nemur um 6,5% af heildartekjum. Rekstur Samherja var betri en hjá Real í fyrra. Hagnaður félagsins nam 48 milljónum evra, tæplega átta milljörðum króna. Hagnaðurinn nam því um 11,4% af heildartekjum, þrátt fyrir að þær hafi verið um 60 milljónum evra minni en hjá Real Það stóð ekkert um arðgreiðslur í fréttatilkynningunni frá Real Madrid. Hjá Samherja fengu eigendur um sex milljónir evra, um milljarð króna, í sinn hlut. Eflaust er skemmtilegt að eiga og reka fótboltalið, kaupa og selja leikmenn og fleira. Dæmin úr ensku úrvalsdeildinni sanna að auðjöfrar virðast njóta þess horfa á lið sín spila. Fiskveiðarnar eru þó meira heillandi sem fjárfesting. Í það minnsta þegar kemur að rekstri Samherja. Ég veðja á að Buffett tæki bréfin í Samherja fram yfir bréfin í Real Madrid og myndi líta á þau sem langtímafjárfestingu. Hann myndi ekki sleppa þeim nema að tilboðið í þau væri of gott til þess að hafna því. „Stundum eru fjárfestar vitlausir og tilbúnir að gefa þér peninga, með því að kaupa eignir of dýrt. Þá er ekkert annað að gera en að selja," var eitt sinn haft eftir Buffett. Líklega myndi hann síðan stíga fram og gagnrýna kaup Real Madrid á leikmönnum. Svona aðeins til þess að strá salti í sárin hjá þeim sem voru að ota bréfunum að honum. Hann á það víst til.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun