Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun 14. október 2011 15:36 Gunnar Rúnar tekur nú út sína refsingu á Litla Hrauni mynd/Samsett Vísir.is Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira