Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2011 20:23 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“ Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. Haukar höfðu forystu í hálfleik, 14-13, en mikið gekk á í seinni hálfleik og lokamínúturnar æsispennandi. „Það var margt sem var skrýtið í seinni hálfleik sem varð til þess að við vorum með nokkuð háan púls á bekknum,“ sagði Aron og átti þar væntanlega við dómgæsluna sem hallaði nokkuð á heimamenn að þeirra mati. „Við vissum stundum ekki í hvaða átt við áttum að hlaupa.“ „Mér fannst við koma sterkir inn í þennan leik og spila góða vörn auk þess sem að sóknin var góð í fyrri hálfleik. Birkir Ívar varði vel allan leikinn en þegar að Sveinbjörn fór að verja meira í marki Akureyrar í seinni hálfleik þá kom upp smá óöryggi í okkar sóknarleik.“ „Við erum enn að glíma við það að menn taki ekki mistökin með sér í næstu sókn og nái að hreinsa hugann inn á milli. Svo fannst mér við ekki ná að láta boltann ganga nógu vel í hraðaupphlaupunum, sérstaklega þar sem við vorum með oft í yfirtölu þá.“ Haukarnir náðu þó nokkrum sinnum 3-4 marka forystu í leiknum en alltaf náðu Akureyringar að minnka aftur muninn. „Það má skrifa það á einbeitingarleysi, bæði í vörn og sókn. Við vorum að láta reka okkur út af og það vantaði smá drápseðli í sóknina. Við vorum til dæmis þremur færri á einum tímapunkti í seinni hálfleik en náðum að svara því frábærlega. Þá sýndi liðið karakter.“ „En svona er þetta. Við erum með leikmenn sem eru enn að spila okkur saman. Okkur var spáð 4-5 sæti og það er stanslaus fram undan hjá okkur í vetur. Við erum með óreynda leikmenn, bæði inn á línu og fyrir utan og ekkert óeðlilegt að það séu sveiflur í okkar leik. Við erum að vinna í því að minnka þær og efla sjálfstraust manna.“
Olís-deild karla Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira