Skipulagði morðið í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann 13. október 2011 16:55 Gunnar Rúnar Sigurþórsson mynd/Vilhelm Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Þá segir einnig að Gunnar Rúnar hefði sjálfur borið að hann hefði að einhverju leyti gert sér grein fyrir því að hann hefði verið að gera eitthvað sem væri rangt. „Að þessu virtu var talið í ljós leitt að G [Gunnar Rúnar] hefði borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann var ákærður fyrir og að hann hefði verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann réðst að A [Hannes Þór] að hann teldist sakhæfur," segir í dómnum. Fyrir dóm kom geðlæknir og yfirlæknir á Réttar- og öryggisdeildinni á Sogni, en Gunnar Rúnar hefur dvalið þar frá því dómurinn féll í héraðsdómi. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Þá segir ennfremur í vottorði geðlæknisins að athygli veki hversu fljótt ást hans til, unnustu Hannesar Þórs, hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega áststýki, slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð. „Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum." Þá segir að framtíðarspá hans sé bjartari en margra annarra sakamanna vegna þess að hann hafi ekki sögu um misnotkun áfengis, eða eiturlyfja. „Hann er ágætlega gefinn og hafði áður en atburðurinn átti sér stað verið kominn í þokkalega góða stöðu félagslega og atvinnulega. Hann á góða fjölskyldu sem styður hann dyggilega." Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Í dómi Hæstaréttar segir að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem játaði að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu á síðasta ári, hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann, gengið ákveðið til verks og síðan gert allt sem í hans valdi stóð til að aftra því að upp um hann kæmist. Þá segir einnig að Gunnar Rúnar hefði sjálfur borið að hann hefði að einhverju leyti gert sér grein fyrir því að hann hefði verið að gera eitthvað sem væri rangt. „Að þessu virtu var talið í ljós leitt að G [Gunnar Rúnar] hefði borið skynbragð á eðli þess afbrots sem hann var ákærður fyrir og að hann hefði verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann réðst að A [Hannes Þór] að hann teldist sakhæfur," segir í dómnum. Fyrir dóm kom geðlæknir og yfirlæknir á Réttar- og öryggisdeildinni á Sogni, en Gunnar Rúnar hefur dvalið þar frá því dómurinn féll í héraðsdómi. Í vottorði frá honum segir að eftir „9½ mánuð á Sogni hefur ekki tekist að fá fram nokkru sinni ranghugmyndir, ofskynjanir, hugsanatruflanir eða merki um brenglaða raunveruleikaskynjun. Einkenni ástarsýki finnast ekki nú. Gunnar Rúnar hefur sterk merki persónuleikaröskunar. Gunnar Rúnar er með vissa þráhyggjuþætti, stífur á sinni meiningu og á erfitt með að aðlagast vissum reglum. Hann er rökviss og vel meðvitaður um hvað hann vill og hvað hann ætlar sér." Þá segir ennfremur í vottorði geðlæknisins að athygli veki hversu fljótt ást hans til, unnustu Hannesar Þórs, hvarf, en slíkt er yfirleitt á skjön við raunverulega áststýki, slíkt hverfur yfirleitt aldrei nema með lyfjameðferð eða annarri mjög langvarandi meðferð. „Ekki er hægt að sjá enn þörf á neinum geðlyfjum." Þá segir að framtíðarspá hans sé bjartari en margra annarra sakamanna vegna þess að hann hafi ekki sögu um misnotkun áfengis, eða eiturlyfja. „Hann er ágætlega gefinn og hafði áður en atburðurinn átti sér stað verið kominn í þokkalega góða stöðu félagslega og atvinnulega. Hann á góða fjölskyldu sem styður hann dyggilega."
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03 Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Hæstiréttur dæmir Gunnar Rúnar í 16 ára fangelsi Hæstiréttur snéri sýknudómi yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni við nú fyrir stundu. Gunnar Rúnar skal sæta fangelsi í 16 ár en hann hafði áður verið dæmdur ósakhæfur. 13. október 2011 16:03
Fjölskylda Hannesar: "Dómurinn sá í gegnum þennan illskeytta mann“ "Við erum mjög glöð og teljum að réttlætið hafi sigrað að lokum,“ sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar Þórs Helgasonar, fyrir utan Hæstarétt í dag. 13. október 2011 16:39