Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag 29. október 2011 20:27 Mark Webber, Sebastian Vettel og Lewis Hamilton eftir tímatökuna í dag. AP MYND: GURINDER OSAN Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið. Formúla Íþróttir Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. „Þetta var góð törn hjá okkur. Ný braut og nýr vettvangur og erfitt fyrir alla í fyrsta skipti í tímatöku. Það hefur verið ryk á brautinni alla helgina og það var ein aksturslína um brautina. Menn tapa tíma ef þar fara örlítið út fyrir aksturslínuna. (bílarnir missa grip vegna ryksins utan aksturslínunnar) En ég held að okkur hafi tekist vel upp", sagði Vettel um tímatökuna og gat þess að Red Bull bíllinn hefði verið frábær alveg frá fyrstu æfingu á föstudag og í tímatökunni. Red Bull liðið náði því marki í dag að ná besta tíma í tímatöku í sextánda skipti á þessu keppnistímabili og það er nýtt met hjá keppnisliði á sama keppnistímabili. Mark Webber, liðsfélagi Vettel verður annar á ráslínu í kappakstrinum í Indlandi á morgun, Fernando Alonso á Ferrari verður þriðji og Jenson Button á McLaren fjórði. Lewis Hamilton á McLaren verður fimmti, en hann var með næst besta tíma í tímatökunni, en dómarar færðu hann aftur um þrjjú sæti á ráslínu, þar sem hann var brotlegur í brautinni á fyrstu æfingu á föstudag. Vettel hefur unnið tíu Formúlu 1 mót á árinu og er þegar búinn að tryggja sér meistaratitil ökumanna í Formúlu 1. „Ég held að þetta verði áhugaverð keppni. Brautin er krefjandi og ég hlakka til morgundagsins, er spenntur að keppa á morgun," sagði Vettel sem er í fyrsta skipti í Indlandi. Formúlu 1 mótið í Indlandi verður i beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 09.00 í fyrramálið.
Formúla Íþróttir Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn