Handbolti

Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson ekki í æfingahóp landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Valli
Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur valið 19 leikmenn til æfinga á Íslandi vikuna 31.október til  4. nóvember en liðið mun síðan leika pressuleik gegn úrvalsliði N1 deildar karla föstudaginn 4. nóvember kl.20.00 í Laugardalshöll.

Guðjón Valur Sigurðsson og Sverre Jakobsson gefa ekki kost á sér í þetta verkefni vegna fjölskylduástæðna og Ólafur Stefánsson er frá vegna meiðsla.

Rúnar Kárason kemur aftur inn í landsliðið sem og Einar Ingi Hrafnsson. Haukamaðurinn Aron Rafn Eðvarðsson er síðan þriðji markvörðurinn í hópnum.



Landsliðshópurinn lítur þannig út:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar

Björgvin Páll Gústavsson, Magdeburg

Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Fücshe Berlin

Arnór Atlason, AG Köbenhavn

Aron Pálmarsson, Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf

Einar Ingi Hrafnsson, Mors Thy Handbold

Ingimundur Ingimundarson, Fram

Kári Kristján Kristjánsson, HSG D/M Wetzlar

Oddur Grétarsson, Akureyri

Ólafur Guðmundsson, Nordsjælland

Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen

Rúnar Kárason, Die Bergische Handball Club

Sigurbergur Sveinsson, RTV 1879 Basel

Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn

Sturla Ásgeirsson, Valur

Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf

Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce






Fleiri fréttir

Sjá meira


×