Golf

Birgir Leifur í 26.-38. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26.-38. að loknum fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 1 höggi yfir pari vallar í dag eða 73 höggum. Alls komast 22 kylfingar áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli.

Birgir fékk þrjá fugla (-1) og fjóra skolla (+1) á hringum í dag. Bandaríkjamaðurinn Phillip Mollina er efstur á -6. Birgir er ekki langt á eftir efstu mönnum því þeir sem eru í 13.-19. sæti eru á -1.

Þetta er í fyrsta sinn sem Birgir Leifur tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA mótaröðina. Keppnisfyrirkomulagið er með svipuðum hætti og gengur og gerist á úrtökumótunum fyrir Evrópumótaröðina. Alls verða leiknir fjórir hringir á Pinehurst Magnolia vellinum í Norður-Karólínu þar sem þetta úrtökumót fer fram.

Um 1000 kylfingar taka þátt á 1. stiginu sem leikið er á 13 völlum víðsvegar um Bandaríkin. Um 20% af þeim komast áfram á 2. stigið sem leikið er á 6 völlum.

Þar kemst svipað hlutfall inn á þriðja stigið sem jafnframt er lokaúrtökumótið. Á það mót

mæta margir þekktir kappar sem náðu ekki að halda keppnisrétti sínum á PGA mótaröðinni á þessari

leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×