Bjartar brostnar vonir Eygló Harðardóttir skrifar 21. október 2011 15:45 Þann 6. október 2008 sat ég ásamt manni mínum í sófanum heima og hlustaði á ávarp Geirs H. Haarde. Eftir að orðunum Guð blessi Ísland sleppti sátum við og horfðum hvort á annað og veltum fyrir okkur hvað maðurinn átti eiginlega við. Hvað var að gerast? Öll vitum við hvað gerðist í framhaldinu. Hrunið var staðreynd. Um 95% af íslenska bankakerfinu fór í þrot, 60% af fyrirtækjum landsins og þriðjungur íslenskra heimila þurftu á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda og íslenska ríkið varð að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Íslenskur almenningur sat eftir í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera tálsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Þetta eru staðreyndir sem munu hafa áhrif á okkur öll um ókomna framtíð. Um mánuði síðar var ég orðin alþingismaður og var þar með kastað inn í hringiðu daglegra mótmæla Búsáhaldabyltingarinnar á Austurvelli, þar sem kallað var eftir nýju Íslandi. Íslandi þar sem allt skyldi vera upp á borðum, spillingu væri úthýst og réttlæti og lýðræði virt. Ríkisstjórnin yrði að víkja og boða þyrfti til kosninga. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks féll undan þrýstingi fólksins og við tók minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna sem studd var með hlutleysi Framsóknarmanna. Skilyrði Framsóknarmanna fyrir stuðningi var að strax yrði farið í aðgerðir til varnar heimilum og fyrirtækjum, komið yrði á stjórnlagaþingi til að breyta stjórnarskránni og að boðað yrði til kosninga. Kosningarnar urðu 29. apríl og allir stjórnmálaflokkar lofuðu bót og betrun og að tekið yrði af festu á vanda heimila og fyrirtækja. Mikil endurnýjun varð meðal þingmanna og fyrsta hreina vinstri stjórnin tók við völdum undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú skyldi svo sannarlega tekið til. Nýtt Ísland? Af hverju er almenningur þá enn þá að mótmæla? Getur verið að ástæðan sé að fátt eitt hafi í raun breyst? Að í stað þess að nýtt Íslandi risi eins og fuglinn Fönix úr brunarústunum hafi stjórnvöld einhent sér í að endurreisa frekar gamla Ísland? Út um allan heim er fólk að mótmæla. Það er að mótmæla sömu hlutunum og við mótmæltum í Búsáhaldabyltingunni og mótmælum enn ósanngirni, óréttlæti og ójöfnuði. Fyrir hrun hrósuðu við okkur af því að hér þrifist engin spilling og bentum á erlendar rannsóknir því til stuðnings. Síðustu mánuðir og ár hafa berlega sýnt hversu illa við blekktum okkur sjálf. Daglega hafa komið fram nýjar upplýsingar um starfshætti íslensku bankanna og útrásarvíkinga sem sýna hvernig þræðirnir liggja út um allt samfélagið og inn í stjórnkerfið. Rætur spillingar eru oftast taldar fjórar. Í fyrsta lagi þarf tækifæri. Í öðru lagi verða að vera litlar líkur á að upp komist vegna lélegs eftirlits og lítils gagnsæis. Í þriðja lagi þarf að vera ávinningur af spillingunni og í fjórða lagi þurfa aðstæður og almennt viðhorf að hvetja venjulegt fólk til að hunsa lög og reglur. Þessar aðstæður voru til staðar fyrir hrun og virðast því miður enn vera til staðar. Ef eitthvað er, þá er ljóst að sú upplausn sem ríkt hefur í samfélaginu getur verið jafnvel enn meiri gróðrastía spillingar og vinargreiða en var fyrir hrun. Þannig hefur fólki ofboðið þegar tugmilljarða skuldir útrásarvíkinga eru felldar niður með einu pennastriki án þess að hróflað sé við lífstíl þeirra á meðan fulltrúar skilanefndanna og nýju bankanna segja okkur að þetta komi okkur ekkert við. Ósanngirnin og ójöfnuðurinn eru sláandi. Fólk sem gerði ekkert nema reyna að koma sér þaki yfir höfuðið er sagt hafa farið „óvarlega" í fjármálum og keypt of mikið af flatskjám. Einu úrræðin sem þessu fólki eru boðin eru 110% leiðin eða sértæk félagsleg greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. En er hrunið almenningi að kenna? Ekki segja tölurnar okkur það. Vandamálið var ekki of mikil einkaneysla á lúxusvarningi hjá íslenskum almenningi. Það voru einhverjir aðrir sem sáu um það. Opinberar tölur um neysluhlutföll sýna að þættir líkt og Fatnaður, Hótel og veitingastaðir og Raftæki stóðu nánast í stað eða drógust jafnvel saman. Liðurinn Húsnæði, hiti og rafmagn jókst hins vegar umtalsvert, en hann fór úr því að vera um 21,3% af útgjöldum heimilanna árið 2002 í 28% árið 2007. Kreditkortaskuldir jukust einnig mikið. Á sama tíma urðu skuldir heimilanna við lánakerfið 124% af vergum þjóðartekjum, en almennt er hagkerfi talið gjaldþrota þegar skuldir nema 100%. Fjármagnseigendur fengu því æ stærri hluta af tekjum fólks í gegnum vexti og verðbætur, enda sterk krafa um ríkulega ávöxtun fjármagnsins. Markmiðið var að hámarka hagnaðinn í þeirri von að nokkrir brauðmolar myndu nú hrynja af borðum hinna fáu útvöldu til almúgans. Hvað með 99 prósentin? Fólk mótmælir einnig stjórnmálamönnum sem það telur vera bundna á klafa stórfyrirtækjanna og fjármálakerfisins. Trúin á að lýðræðið virki og eitthvað réttlæti sé að finna dofnar stöðugt. Þetta endurspeglast í að Alþingi Íslendinga mælist með 12-13% traust. Man einhver eftir hugmyndum um samvinnurekstur í heilbrigðisþjónustu, skólakerfinu eða bönkunum? Skólum sem reknir væru af kennurum og foreldrum? Heilsugæslu þar sem læknar og sjúklingar sameinuðust um reksturinn? Eða lánastofnunum þar sem markmiðið væri að lána peninga til félagsmanna á sanngjörnum kjörum? Á næstu vikum og mánuðum mun samþjöppun og fákeppni aukast á íslenskum bankamarkaði, allt í nafni hagræðingar og arðsemi eigin fjár. Litlu sparisjóðirnir munu renna saman við stóru bankana þrjá. Samfélagslegt hlutverk fjármálastofnana mun víkja fyrir blindri trú á hagkvæmni stærðarinnar og aukna arðsemi. Almenningur mun ekki eiga neitt val. Ríkisstjórnin fer þarna með ferðina og virðist önnum kafin við að framfylgja þeirri hugmyndafræði sem olli hruninu. Um allan heim safnast fólk saman á götum úti til að reyna að fá stjórnmálamenn til að leiða hugann að almenningi, en ekki aðeins að þeim sem hefur tekist að sanka að sér stærstum hluta fjármagnsins í heiminum. Og hver eru viðbrögð stjórnmálamannanna? Jú, að leggja frekari álögur á almenning til að safna í sjóði til bjargar bönkunum. Hvað með okkur hin? Hvað með 99 prósentin? Ég vonaði innilega að menn meintu eitthvað með því að vilja endurreisa nýtt Ísland, þar sem við myndum ætíð setja manngildi ofar auðgildi. Nýtt Ísland sem hefði samvinnu, sjálfsábyrgð, sjálfshjálp, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstöðu að leiðarljósi. Því miður eru þær vonir að bresta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrunafmæli Eygló Harðardóttir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Þann 6. október 2008 sat ég ásamt manni mínum í sófanum heima og hlustaði á ávarp Geirs H. Haarde. Eftir að orðunum Guð blessi Ísland sleppti sátum við og horfðum hvort á annað og veltum fyrir okkur hvað maðurinn átti eiginlega við. Hvað var að gerast? Öll vitum við hvað gerðist í framhaldinu. Hrunið var staðreynd. Um 95% af íslenska bankakerfinu fór í þrot, 60% af fyrirtækjum landsins og þriðjungur íslenskra heimila þurftu á fjárhagslegri endurskipulagningu að halda og íslenska ríkið varð að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Íslenskur almenningur sat eftir í brunarústum óhefts kapítalisma. Hin ósýnilega hönd hins frjálsa markaðar var eftir allt saman ekkert ósýnileg, hún var hreinlega ekki til. Sýnin um að sífellt væri hægt að stækka kökuna með því að ýta undir græðgi einstaklinganna reyndist vera tálsýn, fals eitt þar sem engin raunveruleg verðmæti voru sköpuð. Þetta eru staðreyndir sem munu hafa áhrif á okkur öll um ókomna framtíð. Um mánuði síðar var ég orðin alþingismaður og var þar með kastað inn í hringiðu daglegra mótmæla Búsáhaldabyltingarinnar á Austurvelli, þar sem kallað var eftir nýju Íslandi. Íslandi þar sem allt skyldi vera upp á borðum, spillingu væri úthýst og réttlæti og lýðræði virt. Ríkisstjórnin yrði að víkja og boða þyrfti til kosninga. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks féll undan þrýstingi fólksins og við tók minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna sem studd var með hlutleysi Framsóknarmanna. Skilyrði Framsóknarmanna fyrir stuðningi var að strax yrði farið í aðgerðir til varnar heimilum og fyrirtækjum, komið yrði á stjórnlagaþingi til að breyta stjórnarskránni og að boðað yrði til kosninga. Kosningarnar urðu 29. apríl og allir stjórnmálaflokkar lofuðu bót og betrun og að tekið yrði af festu á vanda heimila og fyrirtækja. Mikil endurnýjun varð meðal þingmanna og fyrsta hreina vinstri stjórnin tók við völdum undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Nú skyldi svo sannarlega tekið til. Nýtt Ísland? Af hverju er almenningur þá enn þá að mótmæla? Getur verið að ástæðan sé að fátt eitt hafi í raun breyst? Að í stað þess að nýtt Íslandi risi eins og fuglinn Fönix úr brunarústunum hafi stjórnvöld einhent sér í að endurreisa frekar gamla Ísland? Út um allan heim er fólk að mótmæla. Það er að mótmæla sömu hlutunum og við mótmæltum í Búsáhaldabyltingunni og mótmælum enn ósanngirni, óréttlæti og ójöfnuði. Fyrir hrun hrósuðu við okkur af því að hér þrifist engin spilling og bentum á erlendar rannsóknir því til stuðnings. Síðustu mánuðir og ár hafa berlega sýnt hversu illa við blekktum okkur sjálf. Daglega hafa komið fram nýjar upplýsingar um starfshætti íslensku bankanna og útrásarvíkinga sem sýna hvernig þræðirnir liggja út um allt samfélagið og inn í stjórnkerfið. Rætur spillingar eru oftast taldar fjórar. Í fyrsta lagi þarf tækifæri. Í öðru lagi verða að vera litlar líkur á að upp komist vegna lélegs eftirlits og lítils gagnsæis. Í þriðja lagi þarf að vera ávinningur af spillingunni og í fjórða lagi þurfa aðstæður og almennt viðhorf að hvetja venjulegt fólk til að hunsa lög og reglur. Þessar aðstæður voru til staðar fyrir hrun og virðast því miður enn vera til staðar. Ef eitthvað er, þá er ljóst að sú upplausn sem ríkt hefur í samfélaginu getur verið jafnvel enn meiri gróðrastía spillingar og vinargreiða en var fyrir hrun. Þannig hefur fólki ofboðið þegar tugmilljarða skuldir útrásarvíkinga eru felldar niður með einu pennastriki án þess að hróflað sé við lífstíl þeirra á meðan fulltrúar skilanefndanna og nýju bankanna segja okkur að þetta komi okkur ekkert við. Ósanngirnin og ójöfnuðurinn eru sláandi. Fólk sem gerði ekkert nema reyna að koma sér þaki yfir höfuðið er sagt hafa farið „óvarlega" í fjármálum og keypt of mikið af flatskjám. Einu úrræðin sem þessu fólki eru boðin eru 110% leiðin eða sértæk félagsleg greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara. En er hrunið almenningi að kenna? Ekki segja tölurnar okkur það. Vandamálið var ekki of mikil einkaneysla á lúxusvarningi hjá íslenskum almenningi. Það voru einhverjir aðrir sem sáu um það. Opinberar tölur um neysluhlutföll sýna að þættir líkt og Fatnaður, Hótel og veitingastaðir og Raftæki stóðu nánast í stað eða drógust jafnvel saman. Liðurinn Húsnæði, hiti og rafmagn jókst hins vegar umtalsvert, en hann fór úr því að vera um 21,3% af útgjöldum heimilanna árið 2002 í 28% árið 2007. Kreditkortaskuldir jukust einnig mikið. Á sama tíma urðu skuldir heimilanna við lánakerfið 124% af vergum þjóðartekjum, en almennt er hagkerfi talið gjaldþrota þegar skuldir nema 100%. Fjármagnseigendur fengu því æ stærri hluta af tekjum fólks í gegnum vexti og verðbætur, enda sterk krafa um ríkulega ávöxtun fjármagnsins. Markmiðið var að hámarka hagnaðinn í þeirri von að nokkrir brauðmolar myndu nú hrynja af borðum hinna fáu útvöldu til almúgans. Hvað með 99 prósentin? Fólk mótmælir einnig stjórnmálamönnum sem það telur vera bundna á klafa stórfyrirtækjanna og fjármálakerfisins. Trúin á að lýðræðið virki og eitthvað réttlæti sé að finna dofnar stöðugt. Þetta endurspeglast í að Alþingi Íslendinga mælist með 12-13% traust. Man einhver eftir hugmyndum um samvinnurekstur í heilbrigðisþjónustu, skólakerfinu eða bönkunum? Skólum sem reknir væru af kennurum og foreldrum? Heilsugæslu þar sem læknar og sjúklingar sameinuðust um reksturinn? Eða lánastofnunum þar sem markmiðið væri að lána peninga til félagsmanna á sanngjörnum kjörum? Á næstu vikum og mánuðum mun samþjöppun og fákeppni aukast á íslenskum bankamarkaði, allt í nafni hagræðingar og arðsemi eigin fjár. Litlu sparisjóðirnir munu renna saman við stóru bankana þrjá. Samfélagslegt hlutverk fjármálastofnana mun víkja fyrir blindri trú á hagkvæmni stærðarinnar og aukna arðsemi. Almenningur mun ekki eiga neitt val. Ríkisstjórnin fer þarna með ferðina og virðist önnum kafin við að framfylgja þeirri hugmyndafræði sem olli hruninu. Um allan heim safnast fólk saman á götum úti til að reyna að fá stjórnmálamenn til að leiða hugann að almenningi, en ekki aðeins að þeim sem hefur tekist að sanka að sér stærstum hluta fjármagnsins í heiminum. Og hver eru viðbrögð stjórnmálamannanna? Jú, að leggja frekari álögur á almenning til að safna í sjóði til bjargar bönkunum. Hvað með okkur hin? Hvað með 99 prósentin? Ég vonaði innilega að menn meintu eitthvað með því að vilja endurreisa nýtt Ísland, þar sem við myndum ætíð setja manngildi ofar auðgildi. Nýtt Ísland sem hefði samvinnu, sjálfsábyrgð, sjálfshjálp, lýðræði, jafnrétti, sanngirni og samstöðu að leiðarljósi. Því miður eru þær vonir að bresta.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun