Handbolti

Haukar unnu nauman sigur í Mosfellsbænum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Brynjarsson.
Freyr Brynjarsson. Mynd/Valli
Haukar unnu eins marks sigur á Aftureldingu, 22-21, í N1 deild karla í handbolta í kvöld en leikururinn fór fram á Varmá í Mosfellsbæ. Reynir Þór Reynisson, stýrði Mosfellingum þar í fyrsta sinn síðan að hann tók við af Gunnari Andréssyni.

Afturelding var yfir um tíma í fyrri hálfleik en Haukar voru hinvegar 8-7 yfir þegar liðin gengu til  hálfleiks. Afturelding náði aftur forskotinu í seinni hálfleik og var þremur mörkum yfir þegar níu mínútur voru eftir. Haukar voru hinsvegar sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér sinn þriðja sigur í röð í deildinni.

Afturelding - Haukar 21- 22 (7-8)

Mörk Aftureldingar: Böðvar Páll Ágeirsson 5, Helgi Héðinsson 4, Jóhann Jóhannsson 4, Sverrir Hermannsson 3, Þrándur Gíslason 2, Hilmar Stefánsson 1, Jón Andri Helgason 1, Eyþór Vestmann 1.

Mörk Hauka: Freyr Brynjarsson 6, Stefán Rafn Sigurmannsson 6, Gylfi Gylfason 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Nemanja Malovich 2, Sveinn Þorgeirsson 2, Heimir Óli Heimisson1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×