Ecclestone ánægður með fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi 31. október 2011 16:00 Vijay Mallya, stofnandi Force India liðsins og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM ræða málin. AP MYND: Luca Bruno Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone. Formúla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Fyrsta Formúlu 1 mótið í Indlandi fór fram í gær á Buddh brautinni og Bernie Ecclestone, framkvæmdarstjóri FOM kveðst ánægður með fyrsta mótið í á brautinni. „Ég er mjög, mjög ánægður og held að aðrir séu það líka, það er ekki yfir neinu að kvarta," sagði Ecclestone í frétt á autosport.com um framkvæmd mótsins. Hann gat þess einnig að þeir sem stóðu að mótinu myndu skoða hvað þyrfti að endurbæta og hann væri viss að það yrði gert. Ecclestone sagði að hann hafði verið aðeins stressaður yfir því í aðdraganda mótsins um hvort mótssvæðið yrði tilbúið í tæka tíð. „Ég var aðeins stressaður, af því ég hélt að það yrði ekki tilbúið. Ég sá ljósmyndir á hverjum degi og það var alltaf verið að bæta hlutina. Oftast nær kvartar fólk, ef það er yfir einhverju að kvarta, en ég hef ekkert heyrt kvartanir," sagði Ecclestone. Í frétt autosport.com segir að 95.000 áhorfendur hafi verið á kappakstrinum á sunnudag og Ecclestone sagði um það: „Það er frábært. Ef maður hefði nefnt F1 (Formúlu 1) við þetta fólk fyrir þremur árum, þá hefði það ekki vitað hvað væri verið að tala um. Mér fannst þetta frábært. Frábærir áhorfendur og frábær stemmning," sagði Ecclestone.
Formúla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira