Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi 30. október 2011 19:43 Vettel með verðlaunagripinn sem hann fékk á Buddh brautinni í Indlandi í dag. AP MYND: Eugene Hoshiko Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel. Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. „Það var gott jafnvægi í bílnum og keppnin í dag var stórkostleg. Liðið á þakkir skildar og Renault, sem hefur unnið einstaka vinnu í ár", sagði Vettel, en Renault smíðar vélarnar í keppnisbíla Red Bull. Vettel kvaðst hafa blendnar tilfinningar eftir sigurinn, en tveir kappakstursökumenn í öðrum mótaröðum létust nýverið í keppni og var þeirra minnst með mínuútuþögn fyrir kappaksturinn í dag. Dan Wheldon lést í slysi í Las Vegas í Indy Car mótaröðinni fyrir hálfum mánuði og Marco Simoncelli lést í keppni í Malasíu í Moto GP mótorhjólakappakstri fyrir viku síðan. „Ég er mjög stoltur að vera fyrsti sigurvegari mótsins í Indlandi, en á hinn bóginn misstum við tvo félaga nýlega. Ég þekkti ekki Dan Wheldon, en hann var stórt nafn í akstursíþróttum. Ég kynntist Marco Simoncelli á þessu ári og hugur okkar er með fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Við erumn tilbúnir að taka ákveðnar áhættur, en biðjum þess augljóslega að ekkert gerist. Stundum fáum við áminningu og það er það síðasta sem við viljum sjá", sagði Vettel. Vettel kvaðst hrifinn af Indlandi og hlutirnir væru öðruvísi en í Evrópu, en hvetjandi. Hann sagði hægt að læra margt af fólkinu í Indlandi. „Ef maður hefur augun og eyru opinn, þá er hægt að læra margt af fólkinu hér. Þetta er stórt og fjölmennt land, en fólk nýtur lífsins, sem þetta snýst allt um. Í lok lífsins þá er það vinskapurinn, tilfinningar og hugurinn sem maður tekur með sér, frekar en hvað er mikið inn á bankareikningnum. Þó fólk hafi ekki mikið á milli handanna hér, þá er það ríkara á ýmsan hátt og við getum lært af því. Þetta er búið að vera frábær keppni, frábær viðburður og brautin er stórkostleg og bestu þakkir til fólksins í Indlandi", sagði Vettel.
Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira