Bayern München og Real Madrid komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 19:00 Mario Gomez skoraði þrennu í kvöld. Mynd/AP Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira
Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Sjá meira