Handbolti

Ágúst hættir hjá Levanger eftir tímabilið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Ágúst Þór Jóhannsson mun hætta að þjálfa norska úrvalsdeildarfélagið Levanger eftir að keppnistímabilinu lýkur. Þetta var tilkynnt í morgun og kemur fram í staðarblaðinu Trönder Avisa.

Ágúst Þór er einnig landsliðsþjálfari Íslands og mun stýra liðinu á HM í Brasilíu sem hefst í byrjun desember.

Forráðamenn Levanger vildu framlengja samninginn við Ágúst en sjálfur hafi hann verið óviss um framhaldið. Því hafi verið ákveðið að hætta þegar samningurinn rennur út.

„Þetta gefur báðum aðilum fleiri möguleika," sagði Petter Haugan, einn forráðamanna Levanger. „Leitin að nýjum þjálfara hefst eins fljótt og mögulegt er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×