Hamilton: Sigur er góður fyrir sálina 13. nóvember 2011 18:29 Lewis Hamilton fagnar sigrinum i dag í Abú Dabí. AP MYND: Hassan Ammar Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton. Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren vann sinn þriðja sigur á Formúlu 1 keppnistímabilinu í dag, þegar hann kom fyrstur í endarmark á Yas Marina brautinni í Abú Dabí. Hann tileinkaði móður sinni sigurinn þegar hann var kominn í endmark. Fernando Alonso á Ferrari varð annar og Jenson Button þriðji. Hamilton náði forystu í mótinu í dag eftir að Sebastian Vettel á Red Bull féll úr leik, þegar afturdekk sprakk óvænt hjá honum í fyrsta hring. Vettel snerist útaf brautinni, en náði síðan að aka inn á þjónustusvæðið en varð að hætta keppni þar sem bíll hans hafði skemmst. Alonso veitti Hamilton mesta keppni eftir að Vettel var fallin úr leik, en Hamilton fagnaði sigri í þriðja skipti á árinu og kom rúmum átta sekúndum á undan Alonso í endamark. „Þessi úrslit eru frábær. Ég er venjulega minn mesti gagnrýnandi, ég er alltaf harður við sjálfan mig þegar ég geri mistök, en ég náði hámarksárangri í dag. Að halda uppi slíkum hraða undir álagi án þess að gera mistök er virkilega ánægjulegt,", sagði Hamilton eftir keppnina. „Mest allt mótið einbeitti ég mér að því að halda bilinu á milli mín og Fernando (Alonso). Hann er svo öflugur ökumaður. Hann gefur manni aldrei tommu. Í lokin var ég farinn að hugsa um sigur, en sagði við sjálfan mig í sífellu að vera ekki að spá í það. Það virkaði. Ég hætti að láta hug minn reika og leyfði mér ekki að hugsa um sigurinn fyrr en ég var kominn í endamark." „Að hafa Jenson á verðlaunapallinum við hlið mér var frábært. Frábært fyrir mig, frábært fyrir hann og frábært fyrir liðið og mikil hvatning fyrir lok tímabilsins. Liðið hefur verið frábært alla helgina og það small allt saman í dag og ég stend í þakkarskuld við alla." „Þetta er svo upplífgandi, fyrir liðið og fyrir mig. Að geta labbað á brott brosandi er frábær tilfinning. Sigur er góður fyrir sálina," sagði Hamilton.
Formúla Íþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 4-2 | Loksins Valssigur Íslenski boltinn Gylfi er Íþróttamaður ársins 2016 Fótbolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn Komið að leiðarlokum hjá Páli Viðari og Magna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 4-3 | Fylkir lagði toppliðið í sjö marka leik Íslenski boltinn
Umfjöllun: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Stjarnan sendi Tindastól niður í Lengjudeildina Íslenski boltinn