Eigið ágæti Magnús Halldórsson skrifar 13. nóvember 2011 09:00 Einu sinn kom til álita að Seyðisfjörður yrði höfuðstaður Íslands. Árið 1895 fékk hann kaupstaðarréttindi, fjórða byggðarlagið á Íslandi á þeim tíma. Hin voru Reykjavík, Ísafjörður og Akureyri. Staðurinn var suðupunktur framfara í kringum aldamótin 1900 og alþjóðlegur í þokkabót. Norðmaðurinn Ottó Wathne var einn þeirra sem hleypti miklum krafti í mannlífið á Austurlandi ásamt framtakssemi heimamanna. Seyðisfjörður var vagga ritsímans á Íslandi á upphafsárum hans. Þá var eitt mesta verkfræðiafrek Íslandssögunnar, lagning sæstrengs árið 1906, ekki síst unnin af Seyðfirðingum í samvinnu við aðra. Þarna gerðust hlutirnir. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sagan gleymist þó ekki heldur geymist. Hún ætti að vera öllum góð áminning, þegar hún er rifjuð upp, um hvað það var sem virkjaði íslenskt hugvit þegar landið var að skapa sér orðspor og kraft til þess að geta séð um sig sjálft.Alþjóðlegur spegillLandsbyggðin svokallaða í daglegu tali, litlir staðir víðs vegar um landið – ekki síst á Austfjörðum – voru helstu tengingar landsins við erlenda kaupmenn. Alþjóðaviðskipti með fisk og ýmislegt fleira mótaði samfélögin, að innan sem utan. Landsbyggðin var uppspretta gjaldeyristekna fyrir hagkerfið og skipti sköpum fyrir samrekstur landsmanna. Sjálfsmynd Íslands í aðdraganda þess að það fær sjálfstæði verður ekki síst til upp úr þessum tengslum, held ég mér sé óhætt að segja. Þarna byrjar landið að spegla sig í alþjóðlegum spegli, fá svörun á eigið ágæti sem hagkerfi. Núna, ríflega hundrað árum síðar, berst landsbyggðin fyrir lífi sínu í opinberri umræðu að mörgu leyti. Ekki vegna þess að hún leggur ekki sitt af mörkum, heldur frekar vegna þess að hún er virt að vettugi, mikilvægi hennar er ekki greint af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Skoðum þetta nánar.Bóla og hagtölurI. Á bóluárunum frá 2003 til og með 2008, var ástunduð afleit hagstjórn á höfuðborgarsvæðinu sem lagði sitt af mörkum við að keyra efnahag landsins fram af hengibrún. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu heimiluðu byggingar á þrefalt fleiri íbúðum en þörf var á, og alltof miklu atvinnuhúsnæði, og voru þar að auki að verðleggja lóðir með þeim hætti, að öllum stofnkostnaði í nýjum hverfum var skellt á lóðakaupendur. Kostnaði við gatnagerð, uppbyggingu skóla, göngubrýr og undirgöng, ásamt fleiru, var haldið inn í söluverði á lóðum. Sem þýddi að kaupendur keyptu lóðirnar á himinháu verði fyrir byggingarkostnað, sem skilaði sér aðallega í hærri verðbólgu til lengri tíma og efnahagslegum hörmungum fyrir þúsundir fjölskyldna og skattgreiðendur. Þessi kafli ævintýralegra hagstjórnarmistaka kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu, þvert á flokka, hefur lítið sem ekkert verið ræddur eftir hrunið, þó það sé full þörf á. Lykilatriðið hvað efnhagslíf landsins í heild snertir, í þessu samhengi: Efnahagsbólan var á höfuðborgarsvæðinu, fyrst og fremst. Svæðið í heild er reyndar merkilegt að mörgu leyti. Einstök hverfi á sama þjónustusvæðinu eru með lægri skatta á kostnað hinna. Það er helst Garðabær og Seltjarnarnes. Í því síðastnefnda fer lítil sem engin verðmætasköpun fram, nema þá helst í Björnsbakaríi. Það er virkilega gott bakarí. Þó flestir átti sig á því að höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu og sama rekstrarsvæðinu, í þeim skilningi að íbúarnir vinna í einu sveitarfélagi en búa í öðru, á sama þjónustusvæðinu, þá virðast stjórnmálamenn ekki átta sig á því. Það eru yfir 70 kjörnir fulltrúar á 190 þúsund manna svæði, og þeir hafa valdið skattgreiðendum gríðarlegu fjárhagstjóni með meintri samkeppni um atvinnu- og íbúðahúsnæði og hörmulegri hagstjórn. Skuldir pr. íbúa eru einna mestar á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum landsins. Það segir sína sögu. Yfirbyggingin á sveitarstjórnarstiginu á þessu svæði, virðist vera alltof mikil og óþörf. Ekkert bendir þó til þess að þetta sé að fara breytast.Allt undir útflutningi II. Íslenska hagkerfið á allt undir útflutningi. Landsbyggðin gegnir því hlutverki að vera gjaldeyrisuppspretta fyrir hagkerfið, líkt og var um aldamótin 1900, samkvæmt opinberum gögnum Hagstofu Íslands. Sjávarútvegur og álútflutningur eru hryggjarstykkið í útflutningi samkvæmt hagtölum, ásamt ferðamennsku. Samkvæmt frétt Hagstofu Íslands frá 31. ágúst í fyrra, um verðmæti sjávarafla eftir staðsetningu verkunarstaðar, þá verða ríflega 80% af verðmætum í greininni til á landsbyggðinni. Í álútflutningi eru hlutföllin svipuð. Álverið á Grundartanga framleiðir 260 þúsund tonn á ári, á Reyðarfirði 360 þúsund og síðan í Hafnarfirði 180 þúsund. Af 800 þúsund tonnum sem framleidd eru hér er það vinnuafl á landsbyggðinni sem umbreytir 620 þúsund tonnum í útflutningsverðmæti. Í ferðaþjónustunni er reyndar erfitt að greina hlutina, því þar snýst allt á endanum um aðdráttarafl. Hvað er það sem dregur fólk til landsins? Litlar áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir um þetta en þó hafa verið gerðar kannanir sem gefa vísbendingar. Á vegum Höfuðborgarstofu var gerð könnun sem sýndi að ríflega 80 prósent erlendra ferðamanna komu hingað vegna áhuga á því að skoða íslenska náttúru, hinar fögru sveitir landsbyggðarinnar þar helst.III. Þetta þýðir að mikilvægi landsbyggðarinnar, og starfseminnar þar, fyrir íslenskt hagkerfi er ótvírætt, ekki síst eftir hrunið. Í ljósi þess að gjaldeyrisvaraforðinn er fenginn að láni skiptir sköpum að afla gjaldeyristekna, flytja meira út heldur en við flytjum inn. Því þarf að standa vörð um gjaldeyrisuppspretturnar, hlúa að þeim og reyna með öllum mætti að efla þær fremur en hitt.IV. Sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu verð ég að segja það, að viðhorfið gagnvart landsbyggðinni er oft á tíðum þröngsýnt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sérstaklega er þetta áberandi þegar kemur að hugmyndum um að styrkja samgöngur á landsbyggðinni. Ramakvein kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu, sem er skuldum vafið og ósjálfbært í rekstri, eru grunnhyggin viðbrögð. Það heyrðist heldur ekki mikið í þeim flestum þegar ríki og borg tóku sambankalán á hörmulegum vöxtum fyrir Hörpunni, þegar hún var þjóðnýtt eftir hrun. Það lán býður þess nú að verða endurfjármagnað, að öllum líkindum af lífeyrissjóðunum. Enn einu sinni eru þeir notaðir eins og þriðji vasinn á buxum ríkisins, eftir að hinir tæmdust.V. Það hefur ekki heldur verið fullskýrt hvers vegna gríska leiðin er valin þegar kemur að næst dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar, byggingu nýs landspítala-háskólasjúkrahúss, sem fer af stað á næsta ári. Svo virðist sem sú bygging eigi að verða eins og afgangsstærð þegar kemur að úthlutun fjármagns skattgreiðenda. Sem er efnislega það sama og gerði yfirsýn yfir ríkisfjármál Grikklands nær ómögulega - endalausar skuldbindingar utan efnahagsreiknings. Í það minnsta hafa ráðherrar í ríkisstjórn hreinlega montað sig af því að byggingin komi ríkissjóði lítið sem ekkert við. Þó liggur það fyrir að hagræðingin af spítalabyggingunni á að verða það mikil, að hún á að geta greitt lífeyrissjóðunum öll lán frá þeim fyrir byggingunni verðtryggt til baka án vandkvæða. Það væri ágætt að fá að vita hversu mikið framkvæmdin má fara fram úr áætlunum - ekki síst í ljósi þess að það er regla fremur en undantekning að framkvæmdir ríkisins fari fram úr áætlunum - þannig að hagræðingin étist ekki upp. Af hverju að minnast á þetta í þessu samhengi? Vegna þess að það er verið að afleggja sjúkraþjónustu á landsbyggðinni vegna þeirrar stefnubreytingar sem felst í þessari framkvæmd, jafnvel þó velferðarráðherrann neiti því. Óhjákvæmilega er það byggðarmál. Það verður síðan líka að nefna það, að það er varla til fé til þess að reka heilbrigðisþjónustuna inn í þeim byggingum sem nú hýsa sjúkraþjónustu, en samt ætlar ríkið að taka 100% verðtryggt fasteignalán fyrir glænýju 50 til 60 milljarða húsi, og koma síðan rekstrinum fyrir þar inni. Þó það birtist skýrslur sem sýna að þetta eigi að vera heilbrigðis skynsemi, þá blasir við að þetta er einkennilegt upplegg á málinu – sem fór af stað þegar ríkið var skuldlaust og átti töluverðan pening. Það hræðir líka að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafa báðir gagnrýnt þetta, ekki síst skort á rökum sem studd eru áreiðanlegum gögnum. Spjótin koma úr öllum áttum.VI. En það má samt ekki skilja málin sem svo að þetta eigi að vera tveir pólar sem takast á, þó oftast virðist það vera þannig. Höfuðborgarsvæðið gegnir vitaskuld mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir landið í heild, ekki síst á sviði mennta-, rannsókna og stjórnsýslu. Þetta er ekki alltaf full metið á landsbyggðinni og oft stutt í öfgarnar í umræðunni þeim megin líka, t.d. þegar kemur að forgangsröðun framkvæmda. Tilfinningarnar fá of oft að ráða för. Þess vegna er gott að líta yfir málin í heild, ekki síst hagtölurnar, og reyna að hlúa að því sem vel er gert og vinna sig út frá staðreyndunum um hvernig lífsins gangur viðhelst í landinu. Alveg eins og fyrir rúmum hundrað árum, þegar hjartað í efnahagslífi landsins var á Seyðisfirði, þá skiptir landsbyggðin sköpum fyrir landið. Það er sanngjarnt að meta hlutverk hennar fyrir hagkerfið eftir því hverju hún skilar. Þar þurfum við blaðamennirnir, sem sjáum alltof lítið út fyrir höfuðborgarsvæðið, að taka okkur á. Alveg eins og stjórnmálamennirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Einu sinn kom til álita að Seyðisfjörður yrði höfuðstaður Íslands. Árið 1895 fékk hann kaupstaðarréttindi, fjórða byggðarlagið á Íslandi á þeim tíma. Hin voru Reykjavík, Ísafjörður og Akureyri. Staðurinn var suðupunktur framfara í kringum aldamótin 1900 og alþjóðlegur í þokkabót. Norðmaðurinn Ottó Wathne var einn þeirra sem hleypti miklum krafti í mannlífið á Austurlandi ásamt framtakssemi heimamanna. Seyðisfjörður var vagga ritsímans á Íslandi á upphafsárum hans. Þá var eitt mesta verkfræðiafrek Íslandssögunnar, lagning sæstrengs árið 1906, ekki síst unnin af Seyðfirðingum í samvinnu við aðra. Þarna gerðust hlutirnir. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sagan gleymist þó ekki heldur geymist. Hún ætti að vera öllum góð áminning, þegar hún er rifjuð upp, um hvað það var sem virkjaði íslenskt hugvit þegar landið var að skapa sér orðspor og kraft til þess að geta séð um sig sjálft.Alþjóðlegur spegillLandsbyggðin svokallaða í daglegu tali, litlir staðir víðs vegar um landið – ekki síst á Austfjörðum – voru helstu tengingar landsins við erlenda kaupmenn. Alþjóðaviðskipti með fisk og ýmislegt fleira mótaði samfélögin, að innan sem utan. Landsbyggðin var uppspretta gjaldeyristekna fyrir hagkerfið og skipti sköpum fyrir samrekstur landsmanna. Sjálfsmynd Íslands í aðdraganda þess að það fær sjálfstæði verður ekki síst til upp úr þessum tengslum, held ég mér sé óhætt að segja. Þarna byrjar landið að spegla sig í alþjóðlegum spegli, fá svörun á eigið ágæti sem hagkerfi. Núna, ríflega hundrað árum síðar, berst landsbyggðin fyrir lífi sínu í opinberri umræðu að mörgu leyti. Ekki vegna þess að hún leggur ekki sitt af mörkum, heldur frekar vegna þess að hún er virt að vettugi, mikilvægi hennar er ekki greint af fjölmiðlum og stjórnmálamönnum. Skoðum þetta nánar.Bóla og hagtölurI. Á bóluárunum frá 2003 til og með 2008, var ástunduð afleit hagstjórn á höfuðborgarsvæðinu sem lagði sitt af mörkum við að keyra efnahag landsins fram af hengibrún. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu heimiluðu byggingar á þrefalt fleiri íbúðum en þörf var á, og alltof miklu atvinnuhúsnæði, og voru þar að auki að verðleggja lóðir með þeim hætti, að öllum stofnkostnaði í nýjum hverfum var skellt á lóðakaupendur. Kostnaði við gatnagerð, uppbyggingu skóla, göngubrýr og undirgöng, ásamt fleiru, var haldið inn í söluverði á lóðum. Sem þýddi að kaupendur keyptu lóðirnar á himinháu verði fyrir byggingarkostnað, sem skilaði sér aðallega í hærri verðbólgu til lengri tíma og efnahagslegum hörmungum fyrir þúsundir fjölskyldna og skattgreiðendur. Þessi kafli ævintýralegra hagstjórnarmistaka kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu, þvert á flokka, hefur lítið sem ekkert verið ræddur eftir hrunið, þó það sé full þörf á. Lykilatriðið hvað efnhagslíf landsins í heild snertir, í þessu samhengi: Efnahagsbólan var á höfuðborgarsvæðinu, fyrst og fremst. Svæðið í heild er reyndar merkilegt að mörgu leyti. Einstök hverfi á sama þjónustusvæðinu eru með lægri skatta á kostnað hinna. Það er helst Garðabær og Seltjarnarnes. Í því síðastnefnda fer lítil sem engin verðmætasköpun fram, nema þá helst í Björnsbakaríi. Það er virkilega gott bakarí. Þó flestir átti sig á því að höfuðborgarsvæðið er fyrir löngu orðið að einu og sama rekstrarsvæðinu, í þeim skilningi að íbúarnir vinna í einu sveitarfélagi en búa í öðru, á sama þjónustusvæðinu, þá virðast stjórnmálamenn ekki átta sig á því. Það eru yfir 70 kjörnir fulltrúar á 190 þúsund manna svæði, og þeir hafa valdið skattgreiðendum gríðarlegu fjárhagstjóni með meintri samkeppni um atvinnu- og íbúðahúsnæði og hörmulegri hagstjórn. Skuldir pr. íbúa eru einna mestar á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum landsins. Það segir sína sögu. Yfirbyggingin á sveitarstjórnarstiginu á þessu svæði, virðist vera alltof mikil og óþörf. Ekkert bendir þó til þess að þetta sé að fara breytast.Allt undir útflutningi II. Íslenska hagkerfið á allt undir útflutningi. Landsbyggðin gegnir því hlutverki að vera gjaldeyrisuppspretta fyrir hagkerfið, líkt og var um aldamótin 1900, samkvæmt opinberum gögnum Hagstofu Íslands. Sjávarútvegur og álútflutningur eru hryggjarstykkið í útflutningi samkvæmt hagtölum, ásamt ferðamennsku. Samkvæmt frétt Hagstofu Íslands frá 31. ágúst í fyrra, um verðmæti sjávarafla eftir staðsetningu verkunarstaðar, þá verða ríflega 80% af verðmætum í greininni til á landsbyggðinni. Í álútflutningi eru hlutföllin svipuð. Álverið á Grundartanga framleiðir 260 þúsund tonn á ári, á Reyðarfirði 360 þúsund og síðan í Hafnarfirði 180 þúsund. Af 800 þúsund tonnum sem framleidd eru hér er það vinnuafl á landsbyggðinni sem umbreytir 620 þúsund tonnum í útflutningsverðmæti. Í ferðaþjónustunni er reyndar erfitt að greina hlutina, því þar snýst allt á endanum um aðdráttarafl. Hvað er það sem dregur fólk til landsins? Litlar áreiðanlegar rannsóknir liggja fyrir um þetta en þó hafa verið gerðar kannanir sem gefa vísbendingar. Á vegum Höfuðborgarstofu var gerð könnun sem sýndi að ríflega 80 prósent erlendra ferðamanna komu hingað vegna áhuga á því að skoða íslenska náttúru, hinar fögru sveitir landsbyggðarinnar þar helst.III. Þetta þýðir að mikilvægi landsbyggðarinnar, og starfseminnar þar, fyrir íslenskt hagkerfi er ótvírætt, ekki síst eftir hrunið. Í ljósi þess að gjaldeyrisvaraforðinn er fenginn að láni skiptir sköpum að afla gjaldeyristekna, flytja meira út heldur en við flytjum inn. Því þarf að standa vörð um gjaldeyrisuppspretturnar, hlúa að þeim og reyna með öllum mætti að efla þær fremur en hitt.IV. Sem íbúi á höfuðborgarsvæðinu verð ég að segja það, að viðhorfið gagnvart landsbyggðinni er oft á tíðum þröngsýnt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sérstaklega er þetta áberandi þegar kemur að hugmyndum um að styrkja samgöngur á landsbyggðinni. Ramakvein kjörinna fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu, sem er skuldum vafið og ósjálfbært í rekstri, eru grunnhyggin viðbrögð. Það heyrðist heldur ekki mikið í þeim flestum þegar ríki og borg tóku sambankalán á hörmulegum vöxtum fyrir Hörpunni, þegar hún var þjóðnýtt eftir hrun. Það lán býður þess nú að verða endurfjármagnað, að öllum líkindum af lífeyrissjóðunum. Enn einu sinni eru þeir notaðir eins og þriðji vasinn á buxum ríkisins, eftir að hinir tæmdust.V. Það hefur ekki heldur verið fullskýrt hvers vegna gríska leiðin er valin þegar kemur að næst dýrustu framkvæmd Íslandssögunnar, byggingu nýs landspítala-háskólasjúkrahúss, sem fer af stað á næsta ári. Svo virðist sem sú bygging eigi að verða eins og afgangsstærð þegar kemur að úthlutun fjármagns skattgreiðenda. Sem er efnislega það sama og gerði yfirsýn yfir ríkisfjármál Grikklands nær ómögulega - endalausar skuldbindingar utan efnahagsreiknings. Í það minnsta hafa ráðherrar í ríkisstjórn hreinlega montað sig af því að byggingin komi ríkissjóði lítið sem ekkert við. Þó liggur það fyrir að hagræðingin af spítalabyggingunni á að verða það mikil, að hún á að geta greitt lífeyrissjóðunum öll lán frá þeim fyrir byggingunni verðtryggt til baka án vandkvæða. Það væri ágætt að fá að vita hversu mikið framkvæmdin má fara fram úr áætlunum - ekki síst í ljósi þess að það er regla fremur en undantekning að framkvæmdir ríkisins fari fram úr áætlunum - þannig að hagræðingin étist ekki upp. Af hverju að minnast á þetta í þessu samhengi? Vegna þess að það er verið að afleggja sjúkraþjónustu á landsbyggðinni vegna þeirrar stefnubreytingar sem felst í þessari framkvæmd, jafnvel þó velferðarráðherrann neiti því. Óhjákvæmilega er það byggðarmál. Það verður síðan líka að nefna það, að það er varla til fé til þess að reka heilbrigðisþjónustuna inn í þeim byggingum sem nú hýsa sjúkraþjónustu, en samt ætlar ríkið að taka 100% verðtryggt fasteignalán fyrir glænýju 50 til 60 milljarða húsi, og koma síðan rekstrinum fyrir þar inni. Þó það birtist skýrslur sem sýna að þetta eigi að vera heilbrigðis skynsemi, þá blasir við að þetta er einkennilegt upplegg á málinu – sem fór af stað þegar ríkið var skuldlaust og átti töluverðan pening. Það hræðir líka að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, og Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hafa báðir gagnrýnt þetta, ekki síst skort á rökum sem studd eru áreiðanlegum gögnum. Spjótin koma úr öllum áttum.VI. En það má samt ekki skilja málin sem svo að þetta eigi að vera tveir pólar sem takast á, þó oftast virðist það vera þannig. Höfuðborgarsvæðið gegnir vitaskuld mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir landið í heild, ekki síst á sviði mennta-, rannsókna og stjórnsýslu. Þetta er ekki alltaf full metið á landsbyggðinni og oft stutt í öfgarnar í umræðunni þeim megin líka, t.d. þegar kemur að forgangsröðun framkvæmda. Tilfinningarnar fá of oft að ráða för. Þess vegna er gott að líta yfir málin í heild, ekki síst hagtölurnar, og reyna að hlúa að því sem vel er gert og vinna sig út frá staðreyndunum um hvernig lífsins gangur viðhelst í landinu. Alveg eins og fyrir rúmum hundrað árum, þegar hjartað í efnahagslífi landsins var á Seyðisfirði, þá skiptir landsbyggðin sköpum fyrir landið. Það er sanngjarnt að meta hlutverk hennar fyrir hagkerfið eftir því hverju hún skilar. Þar þurfum við blaðamennirnir, sem sjáum alltof lítið út fyrir höfuðborgarsvæðið, að taka okkur á. Alveg eins og stjórnmálamennirnir.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun