Umfjöllun og viðtöl: Fram - Afturelding 20-23 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2011 15:20 Mynd/Valli Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir." Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Afturelding vann afar óvæntan 20-23 sigur á Fram er liðin mættust í Safamýri í kvöld. Davíð Svansson markvörður var hetja þeirra. Framarar byrjuðu leikinn betur og náði fljótt frumkvæðinu þökk sé Magnúsi Erlendssyni markverði sem varði nánast allt sem á markið kom. Sóknarleikur Framara var þó ekki nógu beittur og baráttuglaðir Mosfellingar klóruðu sig hægt og bítandi inn í leikinn og náðu að lokum forskoti. Þeir fóru þó fáranlega illa að ráði sínu með því að láta reka sig út af sex sinnum í hálfleiknum. Þrátt fyrir það tókst þeim að leiða með einu marki í hálfleik, 10-11. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ósáttur við dómarana í hálfleiknum og fékk meðal annars brottvísun er hann missti stjórn á skapi sínu. Hann hefði betur eytt orkunni í að öskra á leikmenn sína sem ætluðu augljóslega að taka þetta með vinstri hendi. Einar virðist hafa öskrað vel í hálfleik því hans menn byrjuðu seinni hálfleik miklu betur og náðu fínu forskoti. Þá kom Davíð Svansson í mark gestanna. Hann skellti í lás, Mosfellingar komust aftur inn í leikinn og loks yfir. Davíð varði eins og berserkur og frammistaða hans skóp þennan sigur hjá gestunum sem voru vel að sigrinum komnir. Leikurinn var nokkuð harður en Framarar máttu búast við því. Það var tekið fast á þeim og þeir voru ekki tilbúnir í að slást á móti. Mosfellingar voru gríðarlega baráttuglaðir og misstu aldrei móðinn. Mikill karakter þar en karakterleysið einkenndi leik Framara í síðari hálfleik þegar gaf á bátinn. Sóknarleikur þeirra þá var tilviljanakenndur og ekkert nema illa úthugsuð einstaklingsframtök. Það var engin liðsheild og enginn leiðtogi. Með hreinum ólíkindum að þeir skildu ekki nýta sér frábæra markvörslu Magnúsar betur en 20 skoruð mörk segir allt sem segja þarf um lélegan sóknarleik þeirra.Reynir: Davíð var frábær "Þessi sigur var mjög sætur. Ekki bara af því ég var að spila gegn gamla liðinu mínu heldur af því að veturinn er búinn að vera mikil brekka. Því gefur það liðinu mjög mikið að fá sigur á þetta erfiðum útivelli," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, en hann þjálfaði lið Fram í fyrra. Hann glotti því eðlilega við tönn eftir leik í kvöld. "Mér fannst við alltaf hafa trú á verkefninu og héldum ró okkar þó svo við lentum í erfiðri stöðu í síðari hálfleik. Við þorðum að sækja sigurinn en fórum ekki á taugum. Við vorum virkilega flottir í síðari hálfleik." Varamarkvörðurinn Davíð Svansson á ansi stóran þátt í sigrinum með ótrúlegri markvörslu í síðari hálfleik. Reynir var að vonum ánægður með hann. "Hann var algjörlega frábær og varð mjög erfiða bolta. Það var líka sterk vörn fyrir framan hann og liðsheildin alveg frábær í þessum leik. Það eiga allir hrós skilið eftir þennan leik."Einar: Þeir unnu boxið Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ákaflega ósáttur eftir leik. Bæði út í dómara leiksins sem og strákana sína. "Við höfðum ekki karakterinn til þess að taka þátt í þessum slagsmálum. Þessi leikur var ekki baráttuleikur heldur box. Þetta var ekki handboltaleikur. Það er ansi langt frá því. Það voru of fáir hjá okkur tilbúnir í þannig leik," sagði Einar hundfúll. "Afturelding lamdi okkur út úr leiknum og við vorum ekki menn til þess að mæta þeim. Það er miður. Við mættum þeim ekki af karlmennsku. Þetta var verðskuldað hjá Aftureldingu. Þeir unnu boxið." Einar var einnig afar ósáttur við dómara leiksins en hann vildi samt ekki kenna þeim um tapið. "Dómararnir voru skelfilegir í dag. Við töpum þessu samt sjálfir."
Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira