Umfjöllun og viðtöl: FH - St. Raphael 20-29 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 27. nóvember 2011 13:16 FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
FH-ingar töpuðu illa, 29-20, fyrir Saint-Raphaël í 32-liða úrslitum EHF-bikarsins í handkanttleik en leikið var í Kaplakrika í dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk en liðið náði sér engan vegin á strik. Jafnræði var á með liðunum fyrstu mínútur leiksins og þegar fyrri hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 8-8. Þá spýttu gestirnir í lófana og keyrðu upp hraðan. FH-ingar náðu fáum skotum í gegnum vörn Saint-Raphaël, en miklir turnar voru í hjarta varnarinnar. Frakkarnir sigu framúr næstu mínútur og höfðu fimm marka forystu í hálfleik, 14-9. Sama var uppá teningnum í síðari hálfleik og voru Frakkarnir einu númeri of stórir fyrir Íslandsmeistarana. Munurinn var mestur níu mörk á liðunum, 29-20, en þannig lauk leiknum og því Saint-Raphaël nánast komnir í 16-liða úrslit.Andri: Misstum trú á verkefninu „Þetta verður gríðarlega erfitt verkefni á útivelli," sagði Andri Berg Haraldsson, leikmaður FH, eftir tapið í kvöld. „Ég er aðallega svekktur útaf því við vorum ekki að spila eins vel og við getum. Við klikkum á fjórum dauðafærum á stuttum kafla í fyrri hálfleik sem eiginlega fór með leikinn, þeir komust þá fimm mörkum yfir". „Það var síðan eins og menn hefðu ekki trú á verkefninu þegar við lendum nokkrum mörkum undir. Við fengum fínan möguleik á að minnka muninn niður í tvö mörk í síðari hálfleik, en þá misnotum við vítakast og missum síðan mann af velli stuttu síðar. Þá fór leikurinn í raun". „Við fáum mikið úr því að spila gegn svona sterku liði, mikill plús fyrir liðið. Við ætlum að fara út til Frakklands og selja okkur dýrt þar". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Andra hér að ofan.Kristján Arason: Þeir hafa farið í gegnum lengri skóla en við „Við lentum á móti liði í kvöld sem var einu númeri of stórt fyrir okkur," sagði Kristján Arason, annar þjálfari FH, eftir tapið. „Við spiluðum vel framan af og vorum vel inn í leiknum, en þegar þeir komust tveimur mörkum yfir þá misstu menn tiltrúna". „Þeir keyrðu þá hratt í bakið á okkur og komust fljótlega fimm mörkum yfir. Við komum örlítið til baka í síðari hálfleiknum en þeir refsuðu okkur alltaf um hæl". „Við hættum að skjóta boltanum fyrir utan og fórum frekar að reyna hnoða boltanum inn á línuna. Það vantaði mun meiri hraða í okkar leik til að komast í gegnum vörn þeirra". „Við vorum auðvita að spila á móti algjöru toppliði með landsliðsmenn í nánast öllum stöðum á meðan við vorum að leyfa ungum strákum að spreyta sig. Þeir voru bara einfaldlega komnir í gegnum lengri skóla en við". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristján með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti