Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 24-33 Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 24. nóvember 2011 14:20 Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar. Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Klaufalegur sóknarleikur var Aftureldingarmönnum að falli í 33-24 tapi þeirra gegn Val í N1-deild karla í kvöld. Eftir jafnræði meðal liða í byrjun skoruðu heimamenn ekki í tæplega 12. mínútur og reyndist það dýrkeypt. Eftir 9. mínútur var staðan 3-3 og var allt í járnum en þá hrökk Valur í gang. Hlynur Morthens, markmaður Vals fór að verja vel og virtist taugaveiklun grípa sig í leikmönnum Aftureldingar. Þeir köstuðu boltanum frá sér trekk í trekk og á 12. mínútna kafla náðu Valsmenn að koma sér í 7 stiga forystu. Valsmenn héldu þeirri forystu og juku á hana fyrir hálfleikinn og var staðan í hálfleik 16-7 fyrir Valsmönnum. Heimamenn komu grimmari út í seinni hálfleik en náðu ekki að minnka muninn verulega og Valsmenn gengu aftur á lagið og juku muninn jafnt og þétt. Þeir náðu mest 13 stiga forskoti en heimamenn náðu aðeins að rétta úr kútnum rétt fyrir lok leiksins og minnkuðu muninn niður í 24-33. Anton Rúnarsson átti stórleik í liði Valsmanna með 14 mörk en fyrir heimamenn var Böðvar Páll Ásgeirsson markahæstur með 7 mörk. Valsmenn hafa með þessu lyft sér upp fyrir Akureyri og náð ágætis fjarlægð á botnbaráttuna. Afturelding situr enn í 7. sæti með 4 stig eftir 9 leiki. Anton: Þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins„Mjög sterkur sigur og mjög mikilvægur leikur hérna í kvöld hjá okkur," sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni og við erum á ágætis skriði núna, búnir að vinna HK og Gróttu og þá þarf að halda áfram því formi, ég er því mjög ánægður að við náðum í stigin tvö hér í dag." „Við töpuðum fyrir Aftureldingu á Reykjarvíkurmótinu og þetta er einn af erfiðustu útivöllum landsins, við vorum ákveðnir hinsvegar og gáfum allt í þetta frá byrjun og það skilaði sér í stigunum." „við ætluðum að mæta grimmir til leiks og berja frá okkur, vörnin var góð og Bubbi var góður í markinu. Það skilar sér í hraðaupphlaupum sem gaf okkur ódýr mörk," sagði Anton Böðvar: Spiluðum hræðilega á köflum„Það gekk eiginlega ekkert hjá okkur hérna, í byrjun seinni hálfleiks náum við ágætis kafla sem við söxum á forskotið þeirra en við spiluðum á köflum hræðilega," sagði Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn. „Við ætluðum okkur þessa tvo punkta og með því nálgast þessi lið fyrir ofan okkur en það gekk ekki hérna í kvöld." „Við opnuðum vörnina þeirra vel í byrjun en vorum ekki að nýta færin. Við það skapaðist einhver örvænting sem leiddi til þess að menn fóru að grýta boltanum meira. Það leiddi til fimm sókna í röð sem við köstum boltanum í hendurnar þeirra." „Það er erfitt að eiga við svoleiðis, það fer rosalega með sjálfstraustið á leikmönnunum í leiknum. Það er hinsvegar nóg eftir af þessu móti og ef við höfum hausinn rétt stilltann þá eigum við að geta unnið upp forskotin á þessi lið," sagði Böðvar. Óskar: Anton er sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar„Ég er mjög ánægður, ég er viss um að Afturelding á eftir að taka helling af stigum af öðrum liðum og því var gott að sigra hér í kvöld," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals eftir 33-24 sigur á Aftureldingu í kvöld. „Þetta var mjög mikilvægur leikur, við lögðum upp með fyrir mótið að vera í toppbaráttunni og við vissum að ef við töpuðum hér í kvöld værum við að fara í aðra keppni við afar sterkt lið Aftureldingar." „Þeir gerðu mörg mistök í fyrri og við hefðum getað nýtt okkur það betur. Hlynur lokaði hinsvegar markinu, vörnin fór að spila betur og við byrjuðum að skjóta ágætlega og náðum að komast í ágætis forskot." Anton Rúnarsson átti stórleik fyrir Valsara og skoraði 14 mörk. „Hann er búinn að vera frábær í vetur, ég hef alltaf vitað af hæfileikunum en í vetur hefur hann verið mjög stöðugur í sínum leik og sennilega einn besti sóknarmaður deildarinnar. Hann er að stíga upp, þrátt fyrir að hann var dekkaður stíft hérna í kvöld náði hann að losa sig og spila vel," sagði Óskar.
Olís-deild karla Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira