Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1 22. nóvember 2011 17:15 Rubens Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1, en hann sést hér á mótssvæðinu í Abú Dabí. AP MYND: Luca Bruno Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt," Formúla Íþróttir Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt,"
Formúla Íþróttir Mest lesið Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira