Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Grótta 27-25 Kristinn Páll Teitsson í Mosfellsbæ skrifar 8. desember 2011 15:19 Mynd/Vilhelm Eftir tap kvöldsins er ljóst að róður Gróttu verður erfiður það sem eftir er en þeir sitja enn á botninum sigurlausir eftir 25-27 tap gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum í kvöld, Gróttumenn sátu á botninum með enga sigra og aðeins eitt stig á meðan Afturelding var sætinu fyrir ofan með fjögur stig. Í síðasta leik liðanna unnu Grótta 27-25 sigur í Eimsbikarnum og voru heimamenn með hefnd í huga fyrir leikinn í kvöld. Þeir komu mjög grimmir inn í fyrri hálfleikinn og náðu strax forystu. Varnarleikur þeirra var mjög sterkur og þeir náðu að spila vel upp á hraðaupphlaupin. Gróttumenn unnu sig þó inn í leikinn og var staðan 16-13 í hálfleik fyrir heimamönnum. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og voru með gott forskot þegar korter var eftir. Þá stigu heimamenn á lagið og unnu sig aftur inn í leikinn eftir slæman kafla þar sem Grótta náði þriggja stiga forskoti. Þeir náðu forystunni stuttu fyrir lok leiksins og með mikinn stuðning í stúkunni á bak við sig náðu þeir að tryggja sér tveggja marka sigur, 27-25. Þessi sigurleikur heimamanna kemur eftir 3 tapleiki í röð og fara þeir í sex stig eftir þennan leik á meðan Grótta situr enn á botninum með aðeins 1 stig. Þorgrímur: Erfitt að tapa svona mörgum leikjum„Við erum að spila fínan bolta en það var ekki nóg, þetta var gríðarlega svekkjandi tap," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu eftir leikinn. „Við vorum staðráðnir að vinna þá í seinni umferðinni eftir að hafa tapað fyrir þeim heima og unnið hérna í bikarnum. Við vorum tveimur mörkum yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir og þeir ná að stela þessu." „Við eigum það til að byrja ekki leikinn fyrr en tíu mínútur eru búnar af leiknum og það er allt of seint, við þurfum að fara að hífa okkur upp fyrr í leikjum." „Við erum ekki að fá stig og það er það sem telur. Mórallinn er mjög góður í hópnum en það er erfitt að tapa svona mörgum leikjum," sagði Þorgrímur. Þrándur: Þýðir ekki að setjast niður með skeifu„Þetta var erfið fæðing en þetta hafðist á lokasprettinum, við náðum aldrei að stækka bilið nóg í fyrri hálfleik og lentum í basli í seinni hálfleik," sagði Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við hefðum átt að byggja upp á það og það þýðir ekki að gefa tommu eftir á móti liði eins og Gróttu, þeir sýndu okkur það í bikarnum. Við erum búnir að vera að rembast við andlega þáttinn og verið að reyna að bæta hann, það var sterkt að koma til baka hérna í kvöld." Það vakti athygli að þegar Þrándur fékk sína þriðju brottvísun var hann fljótur að snara sér upp í stúku og syngja með Rothögginu, stuðningsmannasveit Aftureldingar. „Rothöggið er allt fjölskylda,vinir og strákarnir sem eru að æfa í yngri flokkunum, það er toppstuðningur hérna í Mosfellsbænum og við skulduðum þeim sigur hérna á heimavelli. Maður verður að leggja sitt af mörkunum og það þýðir ekki að setjast niður með skeifu ef maður getur ekki haft áhrif, þá er bara að syngja, hrópa og kalla," sagði Þrándur. Reynir: Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir„Þetta á eftir að gefa okkur mjög mikið, handboltinn er þannig að ef þú tapar niður svona forskoti þarftu að taka á því. Við lentum hérna í spennu leik og mér fannst við klára þetta bara heldur betur vel," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við erum manni færri stóran kafla síðustu mínúturnar en vinnum þann kafla, það sýnir gríðarlegan styrk." „Markmiðið okkar er auðvitað að halda okkur uppi og þessi sigur mun gera mikið upp á sjálfstraustið og stemminguna í hópnum, núna verður framhaldið auðveldara." „Þessir strákar eru frábærir karakterar, Þrándur berst alltaf til síðasta blóðdropa og þrátt fyrir að hann hafi fengið brottvísun studdi hann liðið í stúkunni. Böðvar sem er aðeins sautján ára gutti stígur upp í restina og skorar gífurlega mikilvæg mörk eftir að hafa verið kaldur framaná. Það sýnir úr hverju menn eru gerðir og það gerði allt liðið mitt," sagði Reynir. Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Eftir tap kvöldsins er ljóst að róður Gróttu verður erfiður það sem eftir er en þeir sitja enn á botninum sigurlausir eftir 25-27 tap gegn Aftureldingu í kvöld. Bæði lið þurftu nauðsynlega á stigum í kvöld, Gróttumenn sátu á botninum með enga sigra og aðeins eitt stig á meðan Afturelding var sætinu fyrir ofan með fjögur stig. Í síðasta leik liðanna unnu Grótta 27-25 sigur í Eimsbikarnum og voru heimamenn með hefnd í huga fyrir leikinn í kvöld. Þeir komu mjög grimmir inn í fyrri hálfleikinn og náðu strax forystu. Varnarleikur þeirra var mjög sterkur og þeir náðu að spila vel upp á hraðaupphlaupin. Gróttumenn unnu sig þó inn í leikinn og var staðan 16-13 í hálfleik fyrir heimamönnum. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn vel og unnu sig jafnt og þétt inn í leikinn og voru með gott forskot þegar korter var eftir. Þá stigu heimamenn á lagið og unnu sig aftur inn í leikinn eftir slæman kafla þar sem Grótta náði þriggja stiga forskoti. Þeir náðu forystunni stuttu fyrir lok leiksins og með mikinn stuðning í stúkunni á bak við sig náðu þeir að tryggja sér tveggja marka sigur, 27-25. Þessi sigurleikur heimamanna kemur eftir 3 tapleiki í röð og fara þeir í sex stig eftir þennan leik á meðan Grótta situr enn á botninum með aðeins 1 stig. Þorgrímur: Erfitt að tapa svona mörgum leikjum„Við erum að spila fínan bolta en það var ekki nóg, þetta var gríðarlega svekkjandi tap," sagði Þorgrímur Smári Ólafsson, leikmaður Gróttu eftir leikinn. „Við vorum staðráðnir að vinna þá í seinni umferðinni eftir að hafa tapað fyrir þeim heima og unnið hérna í bikarnum. Við vorum tveimur mörkum yfir þegar nokkrar mínútur eru eftir og þeir ná að stela þessu." „Við eigum það til að byrja ekki leikinn fyrr en tíu mínútur eru búnar af leiknum og það er allt of seint, við þurfum að fara að hífa okkur upp fyrr í leikjum." „Við erum ekki að fá stig og það er það sem telur. Mórallinn er mjög góður í hópnum en það er erfitt að tapa svona mörgum leikjum," sagði Þorgrímur. Þrándur: Þýðir ekki að setjast niður með skeifu„Þetta var erfið fæðing en þetta hafðist á lokasprettinum, við náðum aldrei að stækka bilið nóg í fyrri hálfleik og lentum í basli í seinni hálfleik," sagði Þrándur Gíslason, leikmaður Aftureldingar eftir leikinn í kvöld. „Við hefðum átt að byggja upp á það og það þýðir ekki að gefa tommu eftir á móti liði eins og Gróttu, þeir sýndu okkur það í bikarnum. Við erum búnir að vera að rembast við andlega þáttinn og verið að reyna að bæta hann, það var sterkt að koma til baka hérna í kvöld." Það vakti athygli að þegar Þrándur fékk sína þriðju brottvísun var hann fljótur að snara sér upp í stúku og syngja með Rothögginu, stuðningsmannasveit Aftureldingar. „Rothöggið er allt fjölskylda,vinir og strákarnir sem eru að æfa í yngri flokkunum, það er toppstuðningur hérna í Mosfellsbænum og við skulduðum þeim sigur hérna á heimavelli. Maður verður að leggja sitt af mörkunum og það þýðir ekki að setjast niður með skeifu ef maður getur ekki haft áhrif, þá er bara að syngja, hrópa og kalla," sagði Þrándur. Reynir: Þeir sýndu úr hverju þeir eru gerðir„Þetta á eftir að gefa okkur mjög mikið, handboltinn er þannig að ef þú tapar niður svona forskoti þarftu að taka á því. Við lentum hérna í spennu leik og mér fannst við klára þetta bara heldur betur vel," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar eftir leikinn. „Við erum manni færri stóran kafla síðustu mínúturnar en vinnum þann kafla, það sýnir gríðarlegan styrk." „Markmiðið okkar er auðvitað að halda okkur uppi og þessi sigur mun gera mikið upp á sjálfstraustið og stemminguna í hópnum, núna verður framhaldið auðveldara." „Þessir strákar eru frábærir karakterar, Þrándur berst alltaf til síðasta blóðdropa og þrátt fyrir að hann hafi fengið brottvísun studdi hann liðið í stúkunni. Böðvar sem er aðeins sautján ára gutti stígur upp í restina og skorar gífurlega mikilvæg mörk eftir að hafa verið kaldur framaná. Það sýnir úr hverju menn eru gerðir og það gerði allt liðið mitt," sagði Reynir.
Olís-deild karla Mest lesið Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira