Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 25-23 Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 8. desember 2011 15:17 Mynd/Anton FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 25-23, á HK í Kaplakrika í kvöld. FH var stóra hluta leiksins undir en komu sterkir inn á lokasprettinum og náðu að innbyrða flottan sigur. HK-ingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fjögur fyrstu mörk leiksins. FH-ingar svöruðu í sömu mynd og eftir nokkra mínútna leik var staðan 4-4. Staðan var virkilega jöfn út hálfleikinn og skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Stundum var eins og menn væru með olíu á höndunum í staðin fyrir harpex en leikmenn hentu boltanum trekk í trekk hreinlega útaf vellinum. HK hafði eins marks forystu í hálfleik 13-12 og útlit fyrir virkilega spennandi síðari hálfleik.HK byrjaði síðari hálfleikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði stóra hluta hálfleiksins. Þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum komust heimamenn í fyrsta skipti yfir í leiknum og það reyndist heldur betur mikilvægt. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan orðin 23-21 fyrir heimamenn og þann mun héldu þeir út leiktímann. Leiknum lauk með sigri FH 25-23. Örn Ingi Bjarkason skoraði sex mörk fyrir FH, en maður leiksins var án efa Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH, en hann varði 22 skot. Ólafur Bjarki Ragnarsson skoraði átta mörk fyrir HK.Einar: Sýndum mikla seiglu í lokin„Þeir leiddu leikinn lengi vel en hann var samt sem áður alltaf gríðarlega jafn," sagði Einar Andri Einarsson, annar þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. „Við sýndum gríðarlega seiglu á lokakafla leiksins og ákveðnir leikmenn stigu upp. Hjalti Pálmason skoraði gríðarlega mikilvæg mörk hér í lokin. Liðið kláraði fyrst og fremst þennan leik með hörkubaráttu". Daníel Freyr Andrésson var frábær í marki FH-inga í kvöld og þar er greinilega á ferðinni mikið efni. „Danni var auðvita stórkostlegur í kvöld og var með yfir 50% skot, en lið á ekki að geta tapað þegar markvörðurinn er að verja svona vel. Hann sprakk út hjá okkur í fyrra og hefur verið alveg frábær í vetur," sagði Einar. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Einar hér að ofan.Kristinn: Fórum skelfilega með dauðafærin„Við vorum algjörir aular í restina," sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. „Við gerðum kannski mistök í lokin þegar við breyttum varnarleiknum, ætluðum að vera voðalega klókir en það kom í bakið á okkur". „Fyrst og fremst náðu við okkur ekki á strik sóknarlega í leiknum og það verðum við að skoða. Vörn og markvarsla voru í lagi en menn fundu sig ekki í sókninni. Við fengum heilan helling af dauðafærum sem við fórum illa með". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kristinn með því að ýta hér.Atli: Þyngdarpunkturinn er svona rétt við parketið„Þetta var mjög mikilvægur sigur þar sem liðið hefur spilað illa að undanförnu,“ sagði Atli Rúnar Steinþórsson, leikmaður FH, eftir sigurinn. „Frábært fyrir okkur að fá sigur hérna á heimavelli. Við vorum hreinlega hörmulegir stóran hluta leiksins, en náum aðeins að rífa okkur upp í lokin. Daníel (Andrésson) hélt okkur inn í leiknum lengi og bjargaði okkur“. „Eðlilega hefðum við átt að vera sex mörkum undir en við héldum okkur alltaf inn í leiknum og fórum síðan í gang í lokin“. HK-ingar réðu hreinlega ekkert við Atla í leiknum en hann skoraði þrjú mörk og fiskaði þrjú vítaköst. „Þyngdarpunkturinn er þarna rétt við parketið og því hentar það mér ágætlega að vera á línunni“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Atla með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira