Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar Magnús Halldórsson skrifar 1. desember 2011 00:42 Ben Bernanke hefur staðið í ströngu. Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss í dag, um að þeir ætli að bregðast við vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.Miklar hækkanirMarkaðir brugðust við fréttunum með miklum hækkunum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 4,17% og Stoxx Europe, samræmd vísitala markaða í Evrópu, um 3,16%. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal var það seðlabankastjóri Bandaríkjanna Ben Bernanke sem hjó á hnútinn og leiddi seðlabankastjórana saman að borðinu. Aðgerðaráætlunin var síðan sameiginlega útbúin, en meginatriði hennar er að seðlabankarnir ábyrgist það að nægt fé sé í umferð svo hagvöxtur geti myndast á ný, hvorki meira né minna. Engin vandamál eru þó leyst enn. Skuldavandi ríkja er enn mikill, ekki síst í Suður-Evrópu þar sem um eiginlegan bráðavanda er að ræða. Álag á tíu ára skuldabréf Portúgals, Ítalíu, Spánar og Grikklandas er enn í hæstu hæðum, á bilinu 5 til 7 prósentustig ofan á millibankavexti, sem gerir það nær ómögulegt fyrir ríkin að endurfjármagna skuldir sínar. Áætlun seðlabankanna þykir skipta sköpum fyrir þetta vandamál. Þeir hafa í reynd með þessu tekið fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum í Evrópu, sem ekki hafa náð að koma sér saman um hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins skildi notaður, eða fjármagnaður að fullu. Samþykki um stækkun hans úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða liggur fyrir, en endanleg útfærsla á því hvernig nota á sjóðinn liggur ekki fyrir.LykilhlutverkBernanke hefur gegnt lykilhlutverki þegar kemur að viðbrögðum við vanda á fjármálamörkuðum á heimsvísu á undanförnum árum, enda Seðlabanki Bandaríkjanna sá valdamesti í heimi. Þannig fór hann fyrir aðgerðum bandarískra stjórnvalda, ásamt Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, haustið 2008 þegar bankar féllu saman eins og spilaborgir um allan heim. Hann hefur sjálfur sagt að efnahagur heimsins glími við langtímavandamál vegna mikilla skulda, sem ekki verði leyst með skammtímalækningum. Viðbrögð seðlabankanna verða því að skoðast í því ljósi. Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss í dag, um að þeir ætli að bregðast við vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.Miklar hækkanirMarkaðir brugðust við fréttunum með miklum hækkunum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Nasdaq vísitalan hækkaði um 4,17% og Stoxx Europe, samræmd vísitala markaða í Evrópu, um 3,16%. Samkvæmt fréttum New York Times og Wall Street Journal var það seðlabankastjóri Bandaríkjanna Ben Bernanke sem hjó á hnútinn og leiddi seðlabankastjórana saman að borðinu. Aðgerðaráætlunin var síðan sameiginlega útbúin, en meginatriði hennar er að seðlabankarnir ábyrgist það að nægt fé sé í umferð svo hagvöxtur geti myndast á ný, hvorki meira né minna. Engin vandamál eru þó leyst enn. Skuldavandi ríkja er enn mikill, ekki síst í Suður-Evrópu þar sem um eiginlegan bráðavanda er að ræða. Álag á tíu ára skuldabréf Portúgals, Ítalíu, Spánar og Grikklandas er enn í hæstu hæðum, á bilinu 5 til 7 prósentustig ofan á millibankavexti, sem gerir það nær ómögulegt fyrir ríkin að endurfjármagna skuldir sínar. Áætlun seðlabankanna þykir skipta sköpum fyrir þetta vandamál. Þeir hafa í reynd með þessu tekið fram fyrir hendurnar á stjórnmálamönnum í Evrópu, sem ekki hafa náð að koma sér saman um hvernig björgunarsjóður Evrópusambandsins skildi notaður, eða fjármagnaður að fullu. Samþykki um stækkun hans úr 440 milljörðum evra í 1.000 milljarða liggur fyrir, en endanleg útfærsla á því hvernig nota á sjóðinn liggur ekki fyrir.LykilhlutverkBernanke hefur gegnt lykilhlutverki þegar kemur að viðbrögðum við vanda á fjármálamörkuðum á heimsvísu á undanförnum árum, enda Seðlabanki Bandaríkjanna sá valdamesti í heimi. Þannig fór hann fyrir aðgerðum bandarískra stjórnvalda, ásamt Hank Paulson, þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna, haustið 2008 þegar bankar féllu saman eins og spilaborgir um allan heim. Hann hefur sjálfur sagt að efnahagur heimsins glími við langtímavandamál vegna mikilla skulda, sem ekki verði leyst með skammtímalækningum. Viðbrögð seðlabankanna verða því að skoðast í því ljósi.
Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira