Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár 14. desember 2011 18:45 Daniel Ricciardo og Jean Eric Vergne verða ökumenn Torro Rosso á næsta ári. MYND: Andrew Hone/Getty Images Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Torro Rosso liðið hefur verið starfrækt frá árinu 2006, en báðir ökumennirnir sem aka með liðinu á næsta ári hafa verið undir handleiðslu Red Bull síðustu ár, sem hefur stutt við þá með ráði og dáð á ferli þeirra. Red Bull fyrirtækið austurríska á bæði Formúlu 1 lið Red Bull og Torro Rosso. Franz Tost, yfirmaður Torro Rosso liðsins kvaðst ánægður að liðið hafi tekið ákvörðun snemma um hvaða ökumenn aka með liðinu á næsta ári. Ricciardo er 22 ára og fæddur í Ástralíu og ók á föstudagsæfingum með Torro Rosso á þessu ári, áður en hann fékk sætið hjá HRT liðinu í stað Karthikeyan. „Þetta er stórmál fyrir mig og nokkuð sem ég hef viljað frá því ég var að keyra fyrir Torro Rosso á föstudagsmorgun á mótshelgum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er enn hoppandi glaður af spenningi vegna þessara frétta", sagði Ricciardo í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Ricciardo ók í sjö mótum með HRT liðinu og kvaðst hafa lært mikið af því. Vergne er franskur og ók á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso undir lok keppnistímabilsins. Hann er 21 árs og varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. „Fyrst og fremst verð ég að þakka Red Bull fyrir allan stuðningin til þessa og fyrir að trúa því að ég sé tilbúinn að takast á við það verkefni að keppa í Formúlu 1. Jólin komu snemma í ár!" sagði Vergne. Auk þess að aka á föstudagsæfingunum, þá ók Vergne þrjá daga á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir að keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk á bíl frá Red Bull liðinu og náði besta tíma dagsins alla æfingadagana. „Mér finnst ég tilbúinn að taka skrefið, jafnvel þó ég viti að það er mikill munur á æfingum og því að keppa," sagði Vergne og kvaðst hafa notið þessa að vinna með Torro Rosso á árinu og bíður þess spenntur að sitja á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu í mars. Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Torro Rosso liðið hefur verið starfrækt frá árinu 2006, en báðir ökumennirnir sem aka með liðinu á næsta ári hafa verið undir handleiðslu Red Bull síðustu ár, sem hefur stutt við þá með ráði og dáð á ferli þeirra. Red Bull fyrirtækið austurríska á bæði Formúlu 1 lið Red Bull og Torro Rosso. Franz Tost, yfirmaður Torro Rosso liðsins kvaðst ánægður að liðið hafi tekið ákvörðun snemma um hvaða ökumenn aka með liðinu á næsta ári. Ricciardo er 22 ára og fæddur í Ástralíu og ók á föstudagsæfingum með Torro Rosso á þessu ári, áður en hann fékk sætið hjá HRT liðinu í stað Karthikeyan. „Þetta er stórmál fyrir mig og nokkuð sem ég hef viljað frá því ég var að keyra fyrir Torro Rosso á föstudagsmorgun á mótshelgum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er enn hoppandi glaður af spenningi vegna þessara frétta", sagði Ricciardo í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Ricciardo ók í sjö mótum með HRT liðinu og kvaðst hafa lært mikið af því. Vergne er franskur og ók á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso undir lok keppnistímabilsins. Hann er 21 árs og varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. „Fyrst og fremst verð ég að þakka Red Bull fyrir allan stuðningin til þessa og fyrir að trúa því að ég sé tilbúinn að takast á við það verkefni að keppa í Formúlu 1. Jólin komu snemma í ár!" sagði Vergne. Auk þess að aka á föstudagsæfingunum, þá ók Vergne þrjá daga á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir að keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk á bíl frá Red Bull liðinu og náði besta tíma dagsins alla æfingadagana. „Mér finnst ég tilbúinn að taka skrefið, jafnvel þó ég viti að það er mikill munur á æfingum og því að keppa," sagði Vergne og kvaðst hafa notið þessa að vinna með Torro Rosso á árinu og bíður þess spenntur að sitja á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu í mars.
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira