Kobe ósattur: Lamar Odom farinn til Dallas fyrir nánast ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2011 22:30 Lamar Odom og Kobe Bryant. Mynd/AFP Lamar Odom er ekki lengur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni því félagið tók þá ákvörðun að skipta leikmanninum til meistaranna í Dallas Mavericks fyrir valrétt í fyrstu umferð og meira rými undir launaþakinu. Lamar Odom var fyrir helgi á leiðinni til New Orleans Hornets sem hluti af skiptunum fyrir Chris Paul en David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, ákvað síðan að loka á þau skipti. Odom var ekki sáttur með að vera notaður sem skiptimynt og bað um að fá að fara frá Lakers. Það leið ekki langur tími þar til að kappinn var kominn til liðs við Dirk Nowitzki og félaga í Dallas. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki hrifinn. Það er slæmt að missa Lamar en Pau (Gasol) er ennþá hjá okkur og við getum verið þakklátir fyrir það. Það er erfitt að sjá á eftir mönnum sem hafa farið með þér í svo margar orustur," sagði Kobe Bryant en það var ekki bara að horfa á eftir Odom heldur að sjá hann fara til höfuðandstæðingana í Dallas sem sópuðu þeim út úr úrslitakeppni í vor. „Það er sérstaklega slæmt að sjá hann fara til þeirra. Við ætlum að koma til baka og hefna fyrir síðasta tímabil. Er ég á því að við höfum fengið of lítið fyrir hann? Hvað fengum við eiginlega? Ég held að Mark Cuban muni ekki mótmæla þessum skiptum," sagði Bryant svekktur. Lamar Odom er 208 sm framherji sem varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 4,0 stoðsendingar af bekknum. NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Lamar Odom er ekki lengur leikmaður Los Angeles Lakers í NBA-deildinni því félagið tók þá ákvörðun að skipta leikmanninum til meistaranna í Dallas Mavericks fyrir valrétt í fyrstu umferð og meira rými undir launaþakinu. Lamar Odom var fyrir helgi á leiðinni til New Orleans Hornets sem hluti af skiptunum fyrir Chris Paul en David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, ákvað síðan að loka á þau skipti. Odom var ekki sáttur með að vera notaður sem skiptimynt og bað um að fá að fara frá Lakers. Það leið ekki langur tími þar til að kappinn var kominn til liðs við Dirk Nowitzki og félaga í Dallas. „Ef ég segi alveg eins og er þá er ég ekki hrifinn. Það er slæmt að missa Lamar en Pau (Gasol) er ennþá hjá okkur og við getum verið þakklátir fyrir það. Það er erfitt að sjá á eftir mönnum sem hafa farið með þér í svo margar orustur," sagði Kobe Bryant en það var ekki bara að horfa á eftir Odom heldur að sjá hann fara til höfuðandstæðingana í Dallas sem sópuðu þeim út úr úrslitakeppni í vor. „Það er sérstaklega slæmt að sjá hann fara til þeirra. Við ætlum að koma til baka og hefna fyrir síðasta tímabil. Er ég á því að við höfum fengið of lítið fyrir hann? Hvað fengum við eiginlega? Ég held að Mark Cuban muni ekki mótmæla þessum skiptum," sagði Bryant svekktur. Lamar Odom er 208 sm framherji sem varð NBA-meistari með Lakers 2009 og 2010. Hann var valinn besti sjötti maður deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa komið með 14,6 stig, 8,9 fráköst og 4,0 stoðsendingar af bekknum.
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira