NBA í nótt: Wade tryggði Miami nauman sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. desember 2011 09:00 Dwyane Wade var hetja Miami í nótt. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Miami Heat er enn ósigrað í NBA-deildinni í körfubolta eftir nauman sigur á Charlotte Bobcats í nótt, 96-95, þar sem Dwyane Wade skoraði sigurkörfuna þegar 2,9 sekúndur voru til leiksloka. Miami hafði byrjað leikinn illa og Charlotte leiddi í hálfleik með 60 stigum gegn 45. Miami náði þó að skora 24 stig gegn tíu í þriðja leikhluta og tryggja sér sigurinn eftir spennandi lokakafla. Wade fékk boltann í lokasókn Miami, keyrði inn í teig og náði að setja boltann í spjaldið og niður. Charlotte fékk þó tvö skotfæri í lokasókninni en bæði geiguðu - fyrst hjá DJ Augustin og svo DJ White. En litlu mátti muna, sérstaklega í seinna skotinu sem rúllaði af hringnum. Eftir að Wade setti niður skotið sneri hann sér að Cam Newton, leikstjórnanda Carolina Panthers í NFL-deildinni, og lék eftir Superman-fagnið hans þar sem hann þóttist rífa treyjuna sína af sér. LeBron James skoraði 35 stig fyrir Miami og Chris Bosh 25. Gerald Henderson skoraði 21 stig fyrir Charlotte og Augustin 20. Boris Diaw átti frábæran leik og skoraði sextán stig, tók sextán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Golden State Warriors heldur áfram að gera það gott en í nótt vann liðið New York Knicks, 92-78. Varamaðurinn Brandon Rush kom sterkur inn af bekknum og skoraði nítján stig fyrir Golden State. Það gengur hins vegar ekkert hjá Boston sem hefur nú tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins - nú fyrir New Orleans. Jarrett Jack lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og skoraði 21 stig og var með níu stoðsendingar. Þá vann San Antonio sigur á LA Clippers, 115-90. Chris Paul náði sér ekki á strik í leiknum og nýtti aðeins þrjú af tíu skotum sínum. Hann skoraði tíu stig alls í leiknum. Úrslit næturinnar: Toronto - Indiana 85-90 Charlotte - Miami 95-96 Washington - Atlanta 83-101 Detroit - Cleveland 89-105 Boston - New Orleans 78-97 Memphis - Oklahoma City 95-98 L.A. Clippers - San Antonio 90-115 Utah - Denver 100-117 Phoenix - Philadelphia 83-103 New York - Golden State 78-92
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira